Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 6
82 B J A R M I ugt um kristin lönd enn í dag, þótt fléstir hiki við að telja hann flokks- bróður sinn. Hann hjet Júdas Is- karíot. Þeim varð vel ágengt, þessum and- stæðingum guðdóms Iírists, eða »ein- getnaðar-kenningarinnar«, svo að vjer tölum nútíðarmál. Þeir gátu fært meira en litilsháttar líkur og ágisk- ahir máli sínu til styrktar. Samtíma- menn sáu ekki annað í svip en að þeir færðu óhrekjandi sönnun fyrir því, að Jesús frá Nazaret væri um- komulaus farandprjedikari og Guðs- sonar-nafnið fjarstæða ein. Þá sönn- un færðu þeir á föstudaginn langa. Daginn þann gátu fáir sjeð annað en að játning Jesú við æðsta prest- inn væri ástæðulítil. Stórir og smáir, höfðingjar og þræl- ar, svívirða hann og misþyrma hon- um á ýmsar lundir; hann virðist ekki geta borið hönd fyrir höfuð sjer, en lætur lífið sem illræðismaður á kvalakrossi. — Lærisveinahópurinn hans tvístrast aflvana og sá fremsti þeirra sver sig og sárt við leggur innan um þræla og ambáttir, að hann þekki hann ekki. Kristsafneitunin hefir aldrei unnið jafn glæsilegan sigur og á föstudag- inn langa — að því er virtist — en þó aldrei. beðið jafn örlagaþrunginn ósigur og daginn þann — að þvi er reyndist. — Vegir Guðs eru ofar vorum vegum. Lærisveinunum runnu upp páskar og hvítasunna, og margir þeirra urðu gerbreyttir menn, sem gerðust ekki svikarar fyrir 30 silfurpeninga nje trúskiftingar fyrir 1000 kr. Þeir kusu miklu fremur kvaladauða en kjass- mæli vantrúar. En þegar Stefán hnje, t -í Páll við, og þegar Páll hnje’ tóku þúsundir lærisveina upp merkið. Boðberar hnigu, en boðskapurinn barst engu að síður. Margir aðrir sváfu bæði páska og hvítasunnu, og sáu ekkert annað en þrjósku og ofstæki í fastheldni læri- sveinanna við Iíriststrúna. — »SIag- orðin« hafa ekki verið mjög margbreytt: »Guðlast, ættjarðarsvik, heimska, ofstæki og úreltar kreddur« hafa Kaífasar og Pilatusar, þrælar þeirra og ambáttir, kallað Kriststrúna í 19 aldir. Hver einasta kynslóð heflr átt trú- arhetjur sínar, en jafnframt einnig sína Iíaífasa, Heródesa, Píiatusa, Jú- dasa — og dáðlausa, hvikula »áhang- endur«. Pví hafa kynslóðirnar oiðið, hver á fætur annari, að gjöra sjer ljóst, hver rjett hafl fyrir sjer, Jesús, er kvaðst vera »sonur hins blessaða«, eða Kaífas, er taldi slfkt guðlast, eða Pílatus, sem þótti það trúarvingl og vitleysa. Allir eiga þeir lærisveina enn í dag, og í útjöðrum menningar- heims, jafnt sem í háborgum stór- veldanna, verða menn því enn í dag að ákvarða sjálfir, hverjum skuli fylgja. Fyrirhafnarminst í svip er að hlaupa hugsunarsnauður eftir þeim, sem hæst hóa þann og þann daginn, eins og múgurinn í Jerúsalem forð- um, en hinir hugsa sig um, og margir sjá að best muni vera að leita til frumuppsprettunnar, lesa frásögur guðspjallanna um Krist, og leitast við að spyrja hann sjálfan, hver hann hafl verið og hvaða erinda hann hafl komið i þenna heim. En hvað segir þá Jesúsumsjálfan sig? Venjulegast verðum vjer tortrygnir, er vjer heyrum eða lesum einhvern hæla sjálfum sjer eða tala um mikla j'firburði sina. Sú tortrygni er ekkert undarleg. Reynslan sýnir þráfaldlega, að orð og athafnir fylgjast þá ekki vel að. Pað er engin tilviljun, að mörg- um þykir spaklega mælt að segja: »Fjarlægðin gjörir fjöllin blá og menn- ina mikla«.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.