Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 7
B J A R M I 83 Þessari gagnrýni og tortrygni hefir •verið beitt gagnvart Kristi í 19 aldir. Alt lif hans, orð og athafnir, hefir verið skoðað með smásjá, ekki að eins smásjá velvildar og aðdáunar, heldur og andúðar og tortrygni. En niðurstaðan hefir jafnan orðið sú hjá þeim, sem nokkurt mark er tak- andi á, að Pjetur postuli hafi haft fulla heimild að lýsa honum eins og hann gerir, er hann skrifar: »Hann drýgði ekki synd og ekki fundust svik í munni hans« (I. Pjet. 2, 22). Pó lalaði Jesús mjög ákveðið um yfirburði sína og notaði þær samlík- ingar um sjálfan sig, sem taldar mundu hreinar fjarstæður, ef ekki brjálsemi, í munni annara. Vantrúin segir stundum, að slík ummæli sjeu ekki nema í Jóhannesar guðspjalli, og reynir svo að vefengja sannleiks- gildi þess, en hvorugt er satt. Fræði- mönnum vantrúarinnar hefir aldrei tekist að sanna, að Jóhannesar guð- spjall fari með ósannindi, og vitnis- burður Krists um sjálfan sig er full- greinilegur einnig í hinum guðspjöll- unum. Má hjer minna á ýms slík um- mæli, þólt mörgum verði að sleppa rúmsins vegna. I. Um siðferðilega /ullkomnun sina talar Jesús svo ákveðið sem frekast er unt. í Matt. 11, 28. segir hann: »Lærið af mjer, jeg er hógvær og lítillátur af hjarta«. — Ef einhver annar segði það um sjálfan sig, myndum vjer þegar hugsa: »Svo getur þú ekki mælt með sanni«. — Fari syndugur maður að tala um auðmýkt sína, er auðmýkt hans horfin um leið. — En Jesús var ekki syndugur maður. Hvernig hefði hann annars dirfst að segja við óvini sina og leiðtoga lýðs- ins: »Hver yðar getur sannað á mig synd?« (Jóh. 8, 46). II. Jesús talar með guðlegum mynd- ugleika. Hvað eftir annað er frá því sagt í guðspjöllunum, að fólkið fann að hann talaði eins og sá er valdið hefir. Þegar spámennirnir fluttu boð- skap frá Drottni, hófu þeir mál sitt með orðunum: »Svo segir Drottinn«. En Jesús hefur sitt mál oft svo: »En jeg segi yður«, enda þótt það, sem á eftir færi, kæmi í bága við einhverja venju eða kenningu, sem áheyrendur hans töldu helga. Varfærnir, sann- leikskærir, en skammsýnir menn verða oft að segja: »LikIega«, »sennilega« og »ef til vill«, en þau orð heyrum vjer ekki á vörum Jesú. Hann sagði: »Sannlega, sannlega segi jeg yður«. — »Himinn og jörð munu líða undir lok, en mín orð munu ekki Iíða undir lok«, segir Jesús í Matt. 24, 35., og i Jóh. 7: »Mín kenning er ekki mín, heldur þess sem sendi mig. Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja Guðs, hann mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði eða jeg tala af sjálfum mjer«. í fjallræð- unni segir hann hiklausl í samlík- ingunni um hús reist á bjargi, að framtíðarheill manna sje við það bundin, hvort þeir treysti og hlýði orðum sfnum eða ekki. Sbr. og orð hans í Jóh. 8: »Ef nokkur varðveitir mitl orð, hann skal aldrei að eilifu sjá dauðann«. III. Jesús telur sig œðri spámönnum, konungum og englum. í Matt. 12. segir hann um sjálfan sig: »Sjá, hjer er meiri en Jónas«. — »Sjá, hjer er meiri en Salómon«. — »Abraham hlakkaði til að sjá minn dag og hann sá hann og gladd- ist« (Jóh. 8.). — Það var síst furða, að tortrygnir áheyrendur hans segðu: »Hvílíkan gjörir þú sjálfan þig?« — í likingunni um vingarðseigandann, sem þeir Mt., Lúk. og Mark. skýra

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.