Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 11
B J A R M I 87 Bækur. vEvangeliska Fosterlands Sti/telsen<.(, heitir stærsti trúboðsfjelagsskapur Svía, eflir hann bæði alskonar heima- trúboð i Svíþjóð og auk þess kristni- boð í Afríku og á Indlandi, og sjó- mannatrúboð í erlendum höfnum. »Útgáfudeild« þess gefur út fjölda kristilegra bóka, og skulu hjer taldar þær, sem Bjarma hafa verið sendar til umtals undanfarna mánuði. (Verð þeirra er talið í sænskum krónum). Flora Vincent, eflir Albert Lee, (262 bls., v. 4 kr.), skáldsaga frá landsnámsmönnunum í Norður- Ameríku, er flýðu frá Englandi vegna trúarofsókna. Mimosa, saga frá Indlandi, eftir Amy Carmichael, (170 bls., v. 2,50 kr.). Sú bók er og nýkomin út á dönsku. En Solstrdles irrfárder, eftir L. A. Barter-Snow. (224 bls., v. 3,50 kr.). Ostergcirdsfolket, eftir ' H. Grane, saga frá trúarvakningum i Sviþjóð, (232 bls., v. 3,50 kr.). Vid skumringsbrasan, 12 sögur eftir Önnu Öiander, (216 bls., v. 3 kr.). Pað er 15. bókin, sem úl kemur eftir þann höfund. Folklcalender 1927, 60. árg. og Varde Ljus, 34. árg., flytja fjöl- margar frásögur — með myndum — frá kristniboðslöndum, eftir ýmsa Svía. Kostar hvor bók(176ogl60 bls.) í bandi 2,50 kr. Konsul P. Olsson, minningarrit eftir A. Aberg, (116 bls., v. 2 kr.), segir bæði sögu trúaðs fjesýslumanns i Helsingborg og frá ýmsu kristindóms- starfi í Suður-Svíþjóð seinni hluta liðinnar aldar. Livsbilder ur Kárlekens Várld, eftir J. Thulin með 12 myndum (180 bls. v. 2,75 kr.). Eru þar æfisögur Lud- vigs Harms og Theodors Fliedners, er báöir störfuðu flestum betur að endurvakningu starfssams trúarlífs með Þjóðverjum um miðja 19. öld. Det fördolde Livet i Gud, eftir Hal- lesby piófessor í Osló, (202 bls., v. 3 kr.). Það er 19. bókin eftir hann, sem þýdd er á sænsku hjá þessu »forlagi«. Er auðsjeð á því, að hann á víðar vini en hjá alþýðu i Noregi. Lutberstiftelsen norska hefir gefið þær allar út á frummálinu og marg- endurprentað sumar þeirra. Pröva sjálv, örstuttar hugleiðingar um alvörumál, eftir Skovgaard-Peter- sen (108 bls., v. 1,75 kr.). Á frum- málinu, dönsku, kom sú bók út 1925, í vandaðri útgáíu og kostar 3 kr. d. Kirkomötet och Bekennelsen eftir prófessor Kolmodin, (40 bls., v. 75 aur.). Ræðir hann þar aðallega urn nýja barnalærdómsbók sænska og á margt af því einnig erindi til vor í »kver«-deilunum. Sama er að segja um ritið Det apostoliska vittnesbördet och vor tid, eftir Sam. Aberg (24 bls., v. 50 aur.). 1 unga Ar og Mycktet mer eru smá- kver eftir Joh. Rinman, skólastjóra, kunnasta helgunar-prjedikara Svia, sem nú er uppi. Hur texten kan tydas och teknas för barnen, eftir sama höf., er góður leiðarvísir fyrir sunnudagaskólakenn- ara. Sjerstaklega er bent á og sýnt hvernig gera má fjölda mynda með krit til að auka skilning yngstu deild- anna á þvi, sem með er farið. Mun sú skýringaraðferð vera lítt notuð enn á Norðurlöndum, en mjög algeng hjá enskumælandi þjóðum. Ritið er 40 bls. með 2 eða 3 myndum á hverri bls. og kostar 1 kr. Den svenska Söndagsskolans historia, eftir G. Vallinder (162 bls., v. 2,75 kr.) »Svenska Missionsforbundet« gaf þá

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.