Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 12
88 BJA.RMI bók út um áramótin, og er þar hinn mesti fróðleikur um sunnudagaskóla- starfið í Svíþjcð frá byrjun (um 1840) fram á liðið ár og myndir af fjöl- mörgum forgöngumönnum þess. Mætti skrifa langt mál um það, en í þetta sinn skulu að eins nefndar nokkrar tölur, er sýna hvað Svíar eru ötulir í þessum efnum. Árið 1925 sóttu nærri 400 þúsund börn sunnudaga- skóla í Svíþjóð eða 42.8 °/o af öllum skólaskyldum börnum; skólarnir voru 8526 og kennararnir 29555. í Dan- mörku eru sunnudagaskólabörnin rúm 100 þúsund, uin 30 °/o af skólaskyld- um börnum, skólar um 1500 og kennarar um 7300. í Noregi um 140 þús. börn, 1800 sunnudagaskólar og 7900 kennarar. Á Finnlandi fær starfið ríkisstyrk og ferðafulltrúi þess ókeypis far með öllum járnbrautum. t*ar voru árið 1922: 6909 sunnudagaskólar með 20544 kennurum og 208843 börnum. Að tiltölu við fólksfjölda eru Finnar laugt á undan nágrönnnm sínum i þessu tilliti. y>Var Jesús sonur Jóseps?« heitir bæklingur (24 bls. verð 75 aurar) sem alveg er nýútkominn eftir prest- inn í Saurbæ í Eyjafirði, sra Gunnar Benediktsson. Er þar leitast við að tortryggja jólasögur guðspjallamann- anna, Matteusar og Lúkasar, eða með öðrum orðum andmæla því, sem öll kristin kirkja um víða veröld játar í 2. gr. postullegu trúarjátning- arinnar: »Getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu mey«. Kveðst sr. G. B. byggja þetta erindi sitt« á þeirri fræðslu sem við yngri prestar lands- ins höfum hlotið er við vorum að búa okkur undir starf okkar í þjón- ustu kristinnar kirkju«. — Sýnir það söfnuðum landsins full skýrt, hvernig guðfræðikenslan er og hefir verið all- langa hríð. Og á sr. G. B. þakkir skilið fyrir hreinskilnina — nema hann hafi kennara sína fyrir rangri sök. En þá segja þeir væntanlega til þess. — Fróðlegt mun mörgum þykja að sjá, hvað kirkjustjórnin segir nú. En þegi hún enn eins og að undanförnu, þá er bersýni- legt að flest má kenna í skjóli þjóðkirkjunnar á íslandi, og ekki neitt ólíklegt að næsta »frjálslyndið« verði, að taka undir með Georg Brandes og efast um að Jesús Kristur hafi nokkru sinni verið till Fess eru dæmi um þýska færðimenn, svo ekki er leiðum að likjast. Annars fer fjarri að rit þetta flytji þeim nokkrar nýungar, sem lesið hafa eitthvað af þýskri nýguðfræði, og svarað verður því hjer í blaðinu innan skamms, hvað sem kirkjustjórnin kann að gjöra. Sveinbjörn tónskáld Sveinbjörnsson. 2*/o 1847 — !8/s 1927. Ó, Guð vors lands, er söngva sál nú svifin hæða til að leika tóna og ljóða mál við lffsins undirspil? Því dýrstu hljóma heilög sál í hjarta skáldsins bjó, uns ekkert glapti guðleg mál en gleymdist líf. — Hann dó. Ó ættlands Guð, í englasveit til Islands sendu hann, að syngja frægum feðra reit um frið og kærleikann; um æðstu tóna æðra og meir sem eru’ oss nú um megn, — uns hjá oss loksins dauðinn deyr við Droltins tóna regn. (IJr Lögberg). Jónas A. Sigarðsson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.