Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 14
90 B J A R M 1 Um „kverið“. Presturinn á AuðUúlu, sra Björn Stef- ánsson, heflr í 3.—4. tbl. Bjarma þ. á. sent mjer vinsamlega kveðju. Og vil jeg biðja ritstjóra blaðsins fyrir örstutt svar til prestsins. Jeg ætla fyrsl að minnast á pað atriði í grein prestsins, sem hann segir að sje leiðinlegast að fást við, sem sje þar sem hann minnist á biblíuna og Korvins postillu. — Sra B. St. vill haida pví fram, að heil setning sje prentvilla, eða úr lagi færð í prentuninni. Jeg skal ekkert segja um, hvort jeg eða aðrir lesendur blaðs- ins taka gilda pessa skýringu prestsins, pegar hann eftir á er búinn að laga til setninguna. Með peirri lögun verður setningingin lítt skiljanleg hugsunarvilla. En pað virðist pó sanngjörn krafa frá lesendanna hálfu, að prentsmiðjan eða ritstjóri »Tímans« leiðrjetti, og pað sam- kvæmt upphaflega handritinu. En pó að full sönnun væri færð fyrir pessu, pá má presturinn sjálfum sjer um kenna, að hann hirti ekki um að fá prentvilluna leiðrjetta strax, hafi um nokkra prentvillu annars verið að ræða. Pegar jeg las pessa margumtöluðu setn- ingu í grein sra B St. í »Tímanum«, datt mjer ekki í hug að leggja annan skilning i orðin en pau skýrt og ót,vírætt bentu til. Hvernig getur presturinn ætlast til að nokkur lesari fari að búa til eitt- hvað pað, sem er gagnstætt pví, sem orðin vísa til? Hann segir um petta: »Mjer datt ekki í hug, að nokkur Iesari væri svo góöfús, að leggja pann skilning í setninguna, sem peir hafa gert (sra L. Kn. og B. í Helguhv.). Jeg bjóst í hæsta lagi við að hún yrði álitin meiningar- leysa«. Hjerna finst mjer alveg fara um pver- bak hjá prestinum. Pað sem mesta eftir- tekt vakti i allri greininni var einmitt þetta. Má þá ekki líta svo á, að úr því pessi málsgrein var að dómi höf. pannig, þá hafi greinin öll frá upphafi til enda verið meiningarleysa. Lesendurnir væru kannske fáanlegir til að fallast á petta, ef honum væri pægð í því! Sra Björn furðar á því, að jeg, sem hann álítur »gætinn mann og vandaðan«, skuli hafa skilið þetta á sama veg og sra Lúðvík Knudsen, sem hann þá eftir pessu liklega álítur að hafi hvorugan þenna kost til að bera! Sra Björn talar um »gleraugu«. Pað'er satt. Við sra Lúðvík lásum greinina sam- an, og settum báðir upp gleraugu, til þess að vera vissir um að les’a rjett. Og pað varjeg, sem lána.ði honum gleraugun. Og við höfðum báðir i pað sinn óskert pað litla vit, sem okkur hefir verið gefið. Jeg get nú fyrirgefið sra Birni pað, að hann snýr út úr fyrir mjer; pað er ekki óvanalegt að gripið sje til pess, þegar rökin vanta. Pess heldur geri jeg það, þegar jeg sje að hann snýr út úr fyrir sjer; því mjer er þá ekki vandara um en honum sjálfum. Par sem jeg i minni grein talaði um ósamræmið í grein hans, var átt við og sagt með berum orðum.'að eftir að hann er búinn að tala um þessar óánægjuraddir í 20—30 ár, pá segir hann: »Ef að þessi fundarályktun frá Blönduóss- fundinum hefir verið eina röddin, sem kirkjustjórninni hefir borist um kver- málið, pá skal mig ekki undra, pó ekki yrði rokið strax upp til handa og fóta«. Er petta samræmi? Jeg hefi nú pelta »svar« ekki lengra. Geri mjer líklega gott af pví, að prestur- inn hafi siðasta orðið, ef hann vill. Baldvin Eggerlsson. Viðbót ritsljórans. Blessaðir deilið ekki frekar um þessi atriði. Mjer kemur ekki í hug að vinur minn, sra Björn á Auðkúlu, hafi ætlað að sctja biblíuna á bekk með Korvins- postillu, þótt mjer pyki hann of mikill vinur nýmælanna. Auðvitað hefði hann átt að leiðrjetta þessa meinloku í »Tíma«- greininni, er hann sá hana, en það er liðin tíð. — Pað eru nóg »virkileg« ágreiningsefni eftir, pví miður, sem urn mætti ræða. Gjafir: í Jólakveðjusjóð: Sr. P. P. Valþjófsstað 5 kr., N. N. 2 kr., sr. SL Melax (börn í Holtshrepp) 12 kr. Til kristniboðs: Eygló 10 kr., úr Bjarn- eyjum 5 kr. 60 aur. Peir, sem ætla sjer að fá fermingar- vottorðin litprentuðu, ættu að panta þau sem allra fyrst.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.