Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 16
92 B J A R M I Hann hjeit fyrst fyrirlestra tvo um mann- kynsfræðarann. Hlýddi fjölmenni á þá, og og gerðu margir að þeim góðan róm. Mr. Gook leit svo á, að nauðsyn bæri til andmæla. Auglýsti því, að hann mundi gjöra athugasemdir við fyrirlestrana. Komu þá svo margir, að magrir urðu að hverfa frá. Þeim Mr. Gook og honum kom þá saman um það, að hafa umræðu- fund sín í milli, og var liann haldinn 25. febr. í Samkomuhúsi bæjarins. Húsið troðfyltist á skammri stundu, og var giskað á, að varla mundu færri hafa snúið frá, en inn komust. Voru þó við- viðstaddir um 560 menn. Alment þótti Mr. Gook bera þar hærri hlut. Viku síðar hjelt Mr. Gook fyrirlestur um guðsþeki og kristindóm. Kom margt fólk. Jakoh var þá frammi í firði að halda fyrirlestra. {í kirkjum síra Gunnars í Saurbæ). 5. mars hjelt svo Jakop fyrirlestur til að svara Mr. Gook. Kom þá skýrt í ljós, að langt er milli guðspeki og kristindóms. Afneitaði hann þar öllil í biblíunni, sem ekki væri í samræmi við trúarvítund hans. Mr. Gook heldur svo fyrirlestur annað kvöld og svarar þá ýmsu af þvi, sem Jakob hefir óskað svars við, leið- rjettir einnig ranghermi hans, en aðall. mun hann ætla að sýna fram á mismun guðspeki og kristindóms. Samkomur hjer eru betur sóttar nú en nokkuru sinni fyr, og margir hugsa — alvarlega — um trúmál, sem ekki hafa gjört það áður. Guðsbörn hjer hafa sam- einast í bænum sínum, og biðja um sigur sannleikans. S. G. J. Akureyrarblöðin geta öll um fyr- greindan trúmálafund. segja þau, að Sig. 'Guðmundsson skólastjóri hafi verið fund- arstjóri, ræðumenn hafi talað fyrst hálfa stund, svo 15 mín. og siðast 10 mínútur hvor »með fullri kurteisi á báðar hliðar«. Finna þau helst að hvað fundartíminn, um 2 slundir, hafi verið stuttur. Aðgöngu- eyrir, 50 aurar, rann í heilsuhælissjóðinn nyrðra. Dagur flytur 10. mars þakkarávarp í ljóðum eftir F. H. Berg til sr. J. Kr. fyrir erindi hans nyrðra. Andstæðingar skoð- ana lians eru þar nefndir t. d. »myrkra og kulda fúasálir« svo að ekki er um- hurðarlyndið nje kurteisin mikil hjá honum. — Rilslj. Ræðurnar, sem birst hafa hjer í blaðinu í vetur, eru mörgum mjög kær- komnar að því er brjef herma úr ýms- um áttum, og væri vel að fleiri prestar sendu Bjarma góðar ræður, en helst stuttar, vegna rúmleysis í hlaðinu. Ef vinir blaðsins halda áfram að safna kaup- endum að því, eru líkindi til að tölu- blöðum fjölgi og þá verður meira rúm einnig fyrir ræðurnar. Sem sýnishorn af ummælum um þær birtist hjer brjefkafli úr Eyjafirði: »Góð þykir mjer ræðan í nýkomnum »Bjarma« eftir síra Bjarna dómkirkju- prest: »Auk oss trú«, Pað er orð í tíma talað nú á þessum tímum, það er ekki vanþörf á að biðja Guð um meiri trá, þegar hringinn í kringum okkur er unnið að því af kappi að rífa niður grundvöll- inn undan trúnni, kippa burtu bjarginu, sem trúaðir menn standa á, taka frá þeim stoðina, sem þeir hafa orðið fegnir að halla sjer að og styðja sig við í stormum lífsins, en gefa mönnum ekkert i staðinn, nema kviksyndi, stöðuga »leit eftir nýjum sannleika«! en enga hvíld, engan frið, enga örugga höfn. Ó, hve þeir mega vera Guði þakklátir, sem hafa fundið örugt hjarg til að byggja á, mjer finst jeg aldrei hafa fundið til þess eins og nú«. Erlendis. Biskup Ludvigs i Álaborg, er var um liríð alvarlega veikur liðið ár, endaði i haust sem leið vigsluræðu eina á þessa leið: »Fyrir skömmu var jeg í meira en einu tilliti við lilið dauðans, og mjer virtist, sem ekki væri annað fyrir hendi en að fara inn um dyrnar. Bá reyndi jeg betur en nokkru sinni fyr, það, sem jeg þóttist áður vita, en halði þó ekki fulla reynsluþekkingu um, — að alt vort, alt, sem vjer höfum numið og starfað, og brotið heilann um, hvarf sem hismi, eins og það er, en fagnaðarerindið forna veitti þrek og öruggleika. Bess vegna endurtek jeg orð postulans: »Jeg fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið«. Fyrir misk- un Drottins og aðstoð ætla jeg að lifa í og við þann boðskap þá daga, sem mjer verða veittir enn, og deyja þeim dauða sem bíður mín. Komi hvað sem má. Því að fagnaðarerindið er kraftur frá Guði, til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir, og því einnig mjer »glötuðum og íyrirdæmdum manni««. (Ör »ÁIaborgar tíðinclum*. Útgefandi: Sigurbjörn Á. Gislason. Prentsmiðjan (iutenbarg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.