Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 2
94 BJARMI sjálfan sig og líða fyrir þær. — En syndugur maður, sem finnur sárt til sinnar sektar og synda og flýr í yfir- gnæfandi meðvitund þeirra að krossi Jesú, finnur með fullvissu trúar sinn- ar, að honum er fyrirgefið, vitanlega með því skilyrði, að hann reyni, sem verða má, að forðast syndina fram- vegis. Nei, enginn skilur elsku Droltins i og með sendingu hans eingetna sonar, enginn skilur þann mikla og dýrmæta leyndardóm, með hverjum hætti Jesús verður með krossdauða sinum til syndalausnar syndugum manni. En þar sem skilninginn þrýtur, kemur trúin til, trúin á Jesúm sem frelsar- ann frá mesta böli og þunga lífsins. Friðþæging Krists og fórnardauði verður hulin ráðgáta kaldri skyn- semi. Hún verður að eins meðtekin af auðmjúku hjarta, sem ekki spyr um aðra ástæðu en þá, sem liggur í elsku Drottins sjálfs. Iðrandi syndari, sem flýr til Drolt- ins með fyrirgefningarbón, byrjar ekki á því, að útlista fyrir sjálfum sjer með skynsemisrökum, hvernig Jesús geti verið Frelsarinn. Hann að eins flýr til hans í því trausti, að kvöl hans og krossdauði sje honum ávinn- ingur til eilífs lífs. Syndalausnarstarfsemi Jesú hefir um allar aldir verið hulin ráðgáta. Þess vegna hefir hann verið Gyðing- um hneyksli, og Grikkjum heimska, eins og að orði hefir verið kveðið. Kaldri skynseminni verður því belst að vegi nú á tímum, sem ella einatt fyr, að nema það burtu úr kenning- unni, sem skynsemin ekki skilur, án þess áð gæta að því, að þann veg er kipt fótum undan þeim meginat- riðum f lífi og starfi Krists, sem mestu varðar syndugan mann. Það, sem þá verður fyrst fyrir að rýma burtu er þetta tvent: Guðlegt ætterni Krists og krossdauði bans, því hvorugt skilur neinn eða neitt likt þvi. Hjálpræðisstarfið skilur eDginn mað- ur. Öll mannleg vísindi og rök verða þar til einskis og hjálpræðisstarfið er um fram alt fyrirgefningar og fórn- arstarf frelsarans, er engin tunga fær nógsamlega þakkað eða vegsamað. Sú náð, er í því kemur fram við syndugan mann, er meiri, en full- þökkuð verði, svo sannarlega sem syndin er mesta bölið í mannlegu lífi. Þeir, sem vilja helst ganga fram hjá þessu atriði, hinu óskiljanlega og þar með fórnarstarfi frelsarans, þeir hafa það sumir til, að fara um þá kenning hæðilegum orðum. Sannleik- urinn er nú samt i sínu fulla gildi fyrir þvi og huggunin, sem syndug- um manni veitist einmitt í því, sem enginn skilur. Þeir segja, að fylgjast verði með nýjum viðfangsefnum, breyttum ald- aranda og breyttum siðum. Það er eins og þeir virðist hafa þá skoðun, að þarfir sálarinnar breytist eitthvað með breyttum tiðaranda og breyttri þjóðfjelagsskipun, með meiri menn- ingu og vakandi vísindamensku. En skyldi það nú vera rjett? Mundi ekki sálarþörfin haldast óbreytt um aldir, þótt ýmislegt viðhorf breytist að öðru leyti. Vísindin, vaxandi þekking talar fremur, og einatt með öllu, til kaldr- ar skynsetni, en sálar, og sáluhjálpar- þörfin er æ hin sama, af þeirri einu og óbreylilegu ástæðu, að sjerhver maður heldur áfram að vera synd- ugur maður. Vísindin eru þar lítt eða engin vörn. Tímanleg framþróun er þar engin vörn. Vaxandi menning er þar engin vörn. Syndin getur unnið sitt niðurrifsstarf í sálu hins marg- fróða og vifra, engu síður en í lífi hins fáfróða. Engin stjett nje staða

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.