Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 3
B J A R M I 95 felur í sjer neina vörn í þessu tilliti. Sjerhver inaður er undir syndina seldur og í lífi allra, án undantekn- ingar, -r syndin erfiðasta viðfangs- efnið. Breyttir tímar, breyttar venjur, breytt aðstaða til vísinda og lista gerir þar enga breytingu. Þörf hvers einasta manns felst í þessu, að hann er syndugur maður. Aðalviðfangsefnið er þetta i allri annari breyttri aöstöðu. Nútíminn á þar sammerkt við fortímann, að mesta þörfin felst í syndalausn og sáluhjáip. Mannkynið vex ekki upp úr þessari þörf. F*að getur ekki varpað henni frá sjer eins og slitinni flík. Hún fylgir öllu, sein heitir maður, ár eftir ár og öld eftir öld og allar ókomnar aldaraðir, meðan heimur stendur. Þess vegna getur alls ekki og með engu móti fyrnst yfir hjálpræðisboð- skapinn í kvöl og krossdauða frelsar- ans til syndalausnar. Og hafi hann einhvern tíma verið í sínu gildi, verð- ur hann það ávalt. Vorir tímar geta hrósað sjer af vaxandi þekking á ýmsum sviðum, af vaxandi menning og vaxandi mætti vegna þekkingar til þess að gera sjer jörðina undirgefna eða til að hand- sama og nota hulin öfl náttúrunnar sjer á ýmsa vegu til gagns. Þessi tillinning um vaxandi þekk- ing nær einnig yfir á hið trúarlega svið, svo að vísindamenska vorra tíma í þeiin efnum gengur margott út á niðurrif, og rannsóknin eftir vís- indaleið verður þá helst til þess oft og einatt, að vekja efa um það, sem um margar aldir hefir verið talinn dýrmætur, sáluhjálplegur sannleikur, af því að í þessum efnum, sem von er, reka vísindin sig á lokað hlið, þar sem skilninginn þrýtur. Pegar vísindin eru komin út á svið sjálfrar trúarinnar eða svið hinna instu og dýpstu þarfa mannlegra sálna, verða þau að engu. t*au sýna þar fullan vanmátt sinn og fullkomna skamm- sýni sína. Pörfin fer sinar leiðir. Þrár sálar- innar fara algert sínar leiðir. þær krefjast svölunar, en vísindin eru köld og veita lítt eða ekki yl. Hjartað, sálin finnur, að það er huggunarríkt fyrirheit, er Jesús býð- ur ogsegir: »Komið til mín, allir þjer, sem erfiðið og eru þunga hlaðnir, jeg vil gefa yður hvíld«. Með því að koma til Jesú, verður þörfum sálarinnar svalað, ekki eftir neinni vísindaleið eða mannlegrar rökvísi, heldur eftir trúarinnar leið, í allri auðmýkt hjartans. Og þegar kross frelsarans blasir við sálum syndaranna, þeim til svölunar, verður hann þeim huggunarlind, ekki eftir vísindaleið eða inannlegrar rök- vísi, heldur eftir huldri og óskiljan- legri almættisleið, vegna máttar hans, sem alt vald er gefið á himni og á jörðu. Og því megum vjer trúa, að einmitt þetta, að beina augum sínum upp að krossi Krists á Golgatha, hefir reynst óteljandi sálum alveg óyggjandi svölunarlind. Og margur þarf ekki að trúa því, hann veit það sjálfur, að krossinn Krists hefir verið honum til syndalausnar og fyrirgefn- ingar og um leið öflug, knýj- andi hvöf til að helga betur lífið honum, sem ljet sitl saklausa iíf fyr- ir hann. Og í hjarta hins trúaða verð- ur hvorttveggja samferða, trúin og vissan af því að fórnar- og kærleiks- starf frelsarans er orðið honuni að dýrmætri eigin eign. í sannleika, vjer höfum ekki lök, sem vera ber, að lofa Drottin og þakka honum, að hjálpræðis og synda- lausnarstarf hans stendur stöðugt um allar aldir, því um allar aldir knýr mesta þörfin fast á og minDÍlega hjá hverjum einasta manni. Augliti til

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.