Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 4
96 B J A R M I auglitis við sannleikann er maður aldrei annað en syndugur maður, breyskur og brotlegur fyrir Drottins beilaga augliti. Augliti til auglitis við sannleikann er hann aldrei annað en vesall maður, ætti hann þar að vera einn í sinni mestu þörf og neyð. En augliti til auglitis við sjálfan sann- leikann stendur fyrir hugarsjón hins trúaða manns mynd hins líðandi og deyjandi lausnara, er Ijet lífið fyrir alla vini sína, alla þá, er vildu að- hyllast hann, alla, sem í auðmýkt hjartans vildu ákalla hann og biðja hann liknar. Jafnvel hinn mesti vísindamaður, er við ekkert annað vildi kannast en það, sem vísindin hefðu samsint, hann stendur jafn berskjaldaður í sinni míklu syndaneyð og þörf, eins og vesalasti fáráðlingur. En hafi hann komið auga á sannleikann um sálu- hjálpar og syndalausnarstarf frelsar- ans, er hann jafnfús á að lofa hann fyrir sína óskiljanlegu náð, eins og hinn, sem fátt veit og fátt skilur. f*egar hvortveggi stendur frammi fyrir krossi Krists með þessari bæn: »Guð vertu mjer syndugum líknsam- ur«, þá öðlast báðir hlutdeild í hinni miklu fórn, í kærleiksfórn Guðs ein- getins svonar, Drottins vors Jesú Krists. í auðmýkt trúarinnar frammi fyrir krossi Krists, þagnar rökvísi vísinda- menskunnar, efasemdir og alt, sem áður skygði á hina fegurstu rnynd, sem birst hefir mannlegri sál, frelsara heimsins, er hann kvaldist og dó á krossi. Hið stranga stríð beggja hverfur eins og ský fyrir sólu, er þeir geta til sín tekið hin fögru, elskunnar orð: »Sonur, þjer eru þínar syndir fyrir- gefnar«. Pví þá eru instu og dýpstu þörfum sálarinnar svalað. f*ví hvað er maður? Hann er al- drei annað en maður. Pó hann sje hærra settur í mannlegum lignarstiga en annar maður, er hann samt sem áður að eins og ekkert annað en maður. Þó hann viti flesta leyndar- dóma, sein vísindin hafa leitt i Ijós og sje þar, ef svo mætti að orði kveða, höfði hærri en allur lýður. Hvað er hann þá? Ekkert annað en maður, vanmáttugur, skammsýnn maður, hrösull maður, breyskur maður, synd- ugur maður, sem daglega verður að þjást vegna synda sinna. Jesús kom i þennan heim til að bjarga því, sem heitir maður. Hann kom til að frelsa sálir. Hann kom til þess að ljetta mestan þunganum af mannlegum sálum. Hann kom til þess að gleðja sálir, til að hugga sálir og leiða sálir til eilífs lífs. Hann gerði þar engan mun á mönn- um, þó sumir vissu meira og aðrir vissu minna, kom hann til að bæta úr þörfum, sem voru sameiginlegar öllum, þrátt fyrir þann mismun, er virtist vera manna á milli. Og meðal annars vegna þessa er það gleðiboðskapur, sem guðspjallið flytur oss um kærleiksfórn frelsarans, af því að sá boðskapur er stílaður til a'lra. Honum er ekki beint til sumra og aðrir settir hjá. Hann er boðaður öllum, sem vilja meðtaka Jesúm, frelsara heimsins í trúnni og í auðmýkt hjartans, í auðmjúkri játn- ing allrar sinnar hrösunar, synda og spillingar. Og þó vjer ekki skiljum hjálpræði og syndalausnarstarf Drottins vors Jesú Krists, hvað gerir það til, ef vjer trú- um því og byggjum á því vora sálu- hjálparvon þessa heims og annars? Hvað gerir það til, ef vjer tökum þann koslinn að flýja upp að krossi Krists með einlægri syndajátning og heitri, brennandi þrá eftir helgara lífi, en verið hefir? Það gerir ekkert

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.