Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I 97 til, því líknin Drottins bætir úr vorri mestu þörf, elska Drottins verður oss arðberandi í huggun, friði og fram- tiðarvonum, þó vjer nálgumst hann sem börn í skilningi. Drottinn sjálfur frelsari vor, gefur sálum vorum frið. Og að hverju vorum við að leita, eí ekki aðhonum? Hann hjálpar sálum vorum, hjálpar þeim á þann hátt, að við finnum það sjálf, þó oss sje um megn að útskýra, á hvern hátt hann hafi unnið það dýrmæta hjálpræð- isstarf. Vjer finnum, að hann er orðinn frelsari vor, ekki að eins lærimeistari vor í að lifa vel, heldur einnig frels- ari vor, í hvert sinn, sem vjer vill- umst út af rjettri braut. Nú byrjar föstutíminn, sem um margar aldir hefir verið helgaður minningu Jesú kvalar og dauða. Föstutíminn, sem sjerslaklega á að gera oss tvent minnisstætt, svo sem verða má: Vora eigin synd og Drott- ins náð í endurlausn og friðþægjandi fórnarstarfi Drottins vors Jesú Krists. Guð gæfi, að þessi föstutími, gæti að einhverju leyti leitt oss nær vor- um liðandi frelsara, að hann gæti mint oss á, hverrar hjálpar er að leita í vorri mestu þörf. Tækist það, mundi hitt leiða af sjálfu sjer, að vjer um leið lærðum að lifa betur eftir en áður. Því það út af fyrir sig, að sjá og viðurkenna sínar syndir, viðurkenna þær afdráttarlaust og með iðrandi huga, er stórkostleg vörn við nýjum syndum. Og geti íhugun Jesú kvalar og dauða áunnið oss þá vissu, að hann hafi í raun og veru lifað og dáið oss til fyrirgefningar og synda- lausnar, þá hlýtur elska hans til vor að verða oss knýjandi hvöt til þess að reyna af vorum veika mælti að þóknast honum betur. Petta hvorttveggja er hlutverk hvers föstutíma, og þetta er hlutverk þess föstutíma, sem hefst í dag. Hann á að skýra, ef verða má, hina dásamlegu mynd hins líðandi og deyjandi lausnara, og sú mynd umfram alt, getur haldið sálum vor- um og lífi voru hreinu mitt í spill- ingu þessa heims. Hún umfram alt gæti helgað líf vort og fegrað það og leyft því að njóta sín á fullkomnast- an hátt. Fessi mynd mundi varðveita alt, sem við eigum helgast til, hún mundi glæða og halda við þeiin arin- eldi, sem ávalt á að vera lifandi innra með oss, þeim arineldi, sem eigi að eins brennur sjálfum oss til gleði og blessunar, heldur einnig gæti lýst út frá sjer í annara sálum, þeim til blessunar, fegurðar og yndis. Og þó alt sje smátt, er engu hægt að týna, ef andinn rækir bestu vit- und sína. Og það á guðspjall dagsins að leggja oss á hjarta, að mesta þörfin felst í fyrirgefning og endurlausn frelsara vors, Droftins Jesú Krisls og að hann einn er það, sem með elsku sinni og fyrirgefandi náð getur frels- að vorar sálir. Vjer mundum öll verða betri menn, ef vjer hefðum þetta stöðugt í minni. Oss mundi rórra og hugarhægra jafnan, og hvernig sem á kjörum vorum stæði, ef vjer myndum það, og gleddumst af því, að Drottinn Jesús er frelsari vor frá synd og glötun og dauða. Sumir neita því, að glötun í venju- legum skilningi sje til. Vjer getum þó ekki gengið fram hjá þeim sann- leika, því syndugur maður lifir þegar marga og ótvíræða glötun mitt í sín- um syndum. Látum oss þess vegna umflýja glöt- un þessa heims og annars, með því að snúa oss til friðþægjandi og fyrir- gefandi náðar Drottins vors Jesú

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.