Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 10
102 BJARMI telji það «aukaatriði«. En hver sem gerir það, á skilið þann dóm, sem sra G. B. kveður upp yfir þeim, er telja þann mann ekki geta heitið kristinn mann, er hafnar því að Jesús haíi verið getinn af heilögum anda. Sá dómur sra Gunnars er á þessa leið : »Það er greinilegt að sá, sem þannig talar hefii aidrei komið auga á lífs- hugsjón Jesú, þá, sem hann lifði og dó fyrir og kallaði okkur til«. — — Sra G. B. færir engin rök íyrir þessari fullyrðÍDgu sinni, svo jeg tel mjer ekki skylt að rökstyðja heldur heimfærslu mína eða flutning dómsins þangað sem hann á best heima. En mÍDst get jeg á, að ekki þarf langt að leita góðra manna, honum lærð- ari til bókarinnar og reyndari í öilu trúmálastarfi, sem telja það ekkert aukaatriði hvort menn játa eða hafna æskufrásögum guðspjallanna. í júlí-blaði Breiðablika árið 1911 skrifaði Magnús Jónsson, þá nývígð- ur preslur, en síðar kennari G. B. hjer við háskólann, grein, er fór al- veg í sömu átt og bæklingur sra G. B. Meðal þeirra er svöruðu honum var sra Friðrik Hallgrímsson. Fyrsta svargrein hans kom í septemberblaði Sameiningarinnar sama ár. Segir sra Fr. Hallgrímsson þar meðal annars. »Vjer höfum oft sjeð líkum skoð- unum og þeim er þar (í Breiðablika- greininni) birtast haldið fram af op- inberum andstæðingum kristindóms- ins; á því höfum vjer ekki furðaö oss, því vjer áttum ekki annars von úr þeirri átt. Margt af því tægi höfum vjer leitt alveg hjá oss að eltast við, af því að það hefir verið marghrakið hvað eftir annað, alt frá fyrstu öld- um kristninnar, því að um það grunduallaratriðil) kristinnar trúar — yfirnáttúrlegan uppruna Jesú Krists — 1) Leturbreyling min. — Rilstj. Bjarma. heflr alt af verið eindregið ósamkomu- lag milli kristinnar kirkju annars- vegar, sem hefir nú í nálega 19 aldir játað þessa trú. »Jeg trúi á Jesúm Krist hans einkason Drotlinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey« — og and- stæðinga kristindómsins hins vegar«. Hægðarleikur væri að nefna marga fleiri merka menn og lærða, fjær og nær, sömu skoðunar og sra Fr. Hall- grímsson í þessum efnum. Pá er hinn flokkurinn, sem ekki kveðst alveg vilja hafna guðdómi Ivrists, þótt hann haldi að Jesús haíi verið Jósefsson. Væntanlega fyllir prest- urinn í Saurbæ þann flokk, þótt hann vanræki að skýra greinilega frá því, svo að rit hans verður tómt niðurrif, en fjarri allri »uppbyggingu.« — Margir áhaDgendur þeirrar stefnu trúa að Jesús hafi ekki verið annað en al- mennur maður uns hann var skirður, þá hafi guðsandi »hinn himneski Kristur« gagntekið hann og búið í honum, sumir segja : »uns hann var krossfestur«, og aðrir annað. Venjulegasta viðkvæðið úr þessum hóp er eitthvað á þessa leið: »Má það ekki einu gilda hvort Jesús hefir ált jarðneska foreldra, sem aðrir menn, ef játað er að í honum hafi bú- ið fylling guðdómsins?« Skyldi Guði ekki hafa verið jafnmögulegt að veita Jesú frá Nazaretþá »guðdómsfyllingu« hvort sem hann átti nokkurn mann- legan föðúr eða ekki? — Þeim spurningum má svara í stuttu máli svo: Það er ekki vort að dæma um hvað Guð »hefði getað gert«, nje heldur að dæma þá, sem þessa skoð- un hafa. En finnist þeim það einu gilda hvor skoðunin er rjett, því eru þeir þá að vjefengja frásögur guð- spjallanua en búa sjer til nýjar krafta- verkasögur um uppruna guðdóms frelsarans, alveg eins óskiljanlegar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.