Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 11
B J A R M I 103 mannlegu hyggjuviti eins og þser, sem guðspjöllin segja frá? — Er ekki harla eðlilegt, að langflestir trúræknir menn kjósi miklu fremur, að trúa frásögum þeirra, sem sjálfir áltu kost á að tala við móður Jesú, heldur en ágiskunum óviðkomandi manna? íhugunarvert er og það, sem pró- fessor Orrí Glasgovv segir um þessi efni: »Meðal þeirra, sem segja að Jesús kristur hafi átt mannlegan föð- ur, munu veia fáir — jeg þekki engan, sem að öðru leyti hafa sömu skoð- anir (og kristin kirkja alment) á persónu og starfi frelsarans. IJað er undrunarvert hve greinileg sú að- greining er. — Jeg hefi fullyrt það á prenti f^'rir löngu, og það hefir ekki verið hrakið, að þeir sem játa að fuliu kenningunni um holdtekjuna — það er að hinn eilífi sonur Guðs hafi í raun og veru tekið sjer eðli vort manna til að frelsa inannkynið — þeir játa einnig, því nær undantekn- ingarlaust, að mey hafi frelsarann fætt, — en þeir, sem hafna því, hafa ekki eins háar hugmyndir um per- sónu Krists og meira að segja lang- oftast hafna þeir öllu yfirnáttúrlegu honum viðvíkjandi, og í þeim flokki eru langflestir þeir menn, sem skrifa gegn »meyjarfæðingunni«, það er ómótmælanlegt«. Nei, hjer er ekki um neitt »auka- atriði« að ræða. t*að hefir kristin kirkja sjeð frá öndverðu og þvíjafn- an vísað á bug þeirri villukenningu, sem G. B. flytur í riti sínu. Smá- flokkar hafa aðhylst hana, en það befir aldrei á því borið að kristilegar dygðir þroskuðust þar örar en ann- arstaðar. Þrátt fyrir þetta er þó full ástæða til að íhuga vel mótbárurnar gegn æsku-frásögunum. Einkum þar, sem búast má við að skoðanabræður sra G. B. komi honum brátt til stuðnings, eins og »Straumar« hafa þegar sýnt, og nú verði dreift yfir þjóð vora öllu þvi moldryki, sem gömul og ný van- trú og sjerviska hafa reynt að þyrla upp umhverfis þessar frásögur. Sra Gunnar nefnir ekki nærri allar þessar mótbárur, enda standa þær ekki all- ar í »Schriften«. SkirÍDgarritunum þýsku yfir nýjatestam., sem guðfiæð- isstúdentar vorir hafa verið látnir lesa yfir 20 ár, og sumir þeirra gleypa í sig með blindri bókstafstrú, þótt litlu trúi af ritningunni sjálfri. (Meira). Bæn. Lyft minni sál í ljósið til pín faðir lofaðu mjer viö hjarta pitt að dreyma gæska þín ríkir gegnum aldaraðir geislar frá þinni náðarsólu streyma bænanna máttur biður oss að krjúpa bljúga að fótskör þinni’ og höfði drúpa. Lofaðu mjer að lifa í þínum anda læknaðu mig frá syndarinnar meinum bjálpaðu mjer til allra verka að vanda veittu mjer styrk í trúaranda hreinum styrk þú mig Guð á lífsins vöndum vegi verlu mín aðstoð bæði’ á nóttu og degi. Föður og móður, frændur, og vini mína faðir minn góður, legðu þjer að hjarta systrum og bræðrum sendu aðstoð þina svo að þeim skíni trúarljósið bjarta vertu þeitn nærri æfldaga alla uns að þau lætur hjeðan burtu kalla. Öllum sem gráta arma þína rjettu, elskaði faðir, vertu þeirra styrkur, sjúkleikans börnum sára hyrði ljettu svo að burt víki trúarefans myrkur kærleikur þinn af hjartans hreinleik sprottinn. bann er vor hjálp í lífsins nauðum Drottinn. Guðrún Jóhannsdöltir frá Brautarholti.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.