Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXI. árg. Reykjavík, 15. maí 1927. 15. tbl. Jesús mælli: „Ef þjer þektuð mig, þá þektuð þjer og föður minn". — Jóh. 8., 19. Hvað virðist yður um Krist? Hvers son er hann? (Framh.). Til skilningsauka má skifta þess- um mótbárum í 3 aðalflokka, þótt dálítið grípi þeir hver í annnn, »Trú- arheimspekin« eða rjettara sagt skyn- semisstefnan flytur þær, sem fyrst verða taldar, þá kemur gagnrýni textans með sinar mótbárur og loks eru sögulegu mótbárurnar í 3. flokki. »Trúarheimspekin« segir: æskufrá- sögurnar f Matt. og Lúk. eru þjóð- sögur — »barnaleg þjóðtrú« segir Benjamín Kristjánsson í »Straumum« 4. tbl., — blær þeirra er »ljóðelskur og rökkursögukendur« segir kennari hans, M. J. dósent, i Inngangsfræði sinni (bls, 133). Sumir skoðanabræður þeirra segja, að af því að þær segi frá svo mörgu yfirnáttúrlegu þá hljóti þœr þess vegna að vera tilbúningur. Um það atriði, möguleika kraftaverka, er ekki til neins að deila. Hvorirtveggju, játendur og neitendur, styðjast við sína trú og finst hinir sjeu haldnir hleypidóm- um, svo að þeir vilji ekki sjá raun- veruleikann. Játendur, sem áöur hafa efast, geta þó fremur sett sig í spor neitenda, vorkent þeim og fyrirgefið stóryrði þeirra í garð kraftaverkatrúar. En þegar »trúarheimspekin« fer að benda á likindin til að slikar yfir- nátturlegar sögur hafi myndast, má ræða um það. En þar er hver rödd- in á móti annari hjá nýguðfræðing- um sjálfum. Har. Níelsson segir í jóla- ræðu i bók sinni, Árin og eilífðin, bls. 288 : »Hin eiginlega hugmynd um yíir- náttúrlegan getnað, sem lengi hefir ríkt í kirkjunni, er komin úr grísku goðasögnunum og er því i raun og veru grísk heiðni«. — Nefna má rjett sem sýnishorn 2. enn frægari þýska nýguðfræðinga, Gressmann og Gunkel, segir sá fyrri, að sú hugmynd sje kom- in i kristnina úr babilónskum þjóð- sögum1), sá síðari andmælir því harð- lega og segir hún sje frá Egyptalandi8). Harnack prófessor, frægastur þeirra allra, neitar því alveg aö hún sje af heiðinni rót, sögur heiðingja um goð- borna kappa, sjeu svo gersamlega ólíkar hreinleika boðunarsögunnar. Hann heldur að spádómurinn um Immanúel i Jesajas 7. kap. hafi verið aðalorsök þess að sagan myndaðist. Langflestir lœrðir nýguðfræðingar samtímans andmæla þvi aftur, og benda meðal annars á, að hvergi verði þess vart að fræðimenn Gyð- inga hafi skilið þenna spádóm svo. Þ&ö er Matteus, sem fyrstur verður til að heimfæra hann til þess við- burðar, af þvi að hann vissi um viðburðinn. Sra Gunnar hefir ekki stuðst við bestu heimildir, er hann segir, að »írásagnirnar um getnað af heilögum 1) Das Weihnachts — Ewangelium. 2) Zum religionsgeschictlichen Verstiind- nis des N. Testam.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.