Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 3
B J A R M I 111 fræðingum. Má því segja, að þeir hafi á sjer yfirskin vísinda, en af- neiti þeirra krafti. 2. Hin mótbáran þarf meiri íhug- unar. Það er svo lauslega frá henni skýrt hjá sra G. B. og »Straumum«, þótt nógar sjeu fullyrðingarnar, að þeirra »fræðsla« er verri en ekkert. »Sýrlendingar« eða sýrlensku-mæl- andi smáriki voru nánustu nágrann- ar Gyðingalands að norðan og austan, á dögum Krists. Kristindómurinn breiddist þar út nærri því jafnsnemma og á Gyðingalandi, aðallega í borg- unum, en borgarbúar, eins og t. d. í Antiokiu, skilduflestir grísku og þurftu því engar þýðingar af guðspjöllunum. Öðru máli var að gegna um þá Sýr- lendinga, er austar bjuggu, austur við Evfrat og Tígris. Par eystra störfuðu sumir postularnir að kristniboði, að því er gamlar sagnir herma. Um miðja 2. öld, eða jafnvel fyr, var kristinn söfnuður stofnaður í Edessu höfuðborg eins smáríkisins sýrlenska, um 80 km. fyrir austan Evfrat. Sýrlendingar kölluðu hana Ur- hoí, en Tyrkir Urfa eða Orfa. Þar sátu konungar er hjetu Abgar hver eftir annan. Rikti Abgar V. Ukama i Edessu á dögum Iirists, og mynduð- ust löngu síðar sagnir um, að þeir hefðu skifst á brjefum, og að Jesús hefði jafnvel sent Abgar mynd af sjer. Abgar IX. var fyrsti lconungur Edessu, og ef til vill fyrsti konungur yfirleitt, sem tók kristna trú, árið 207 e. Kr. Elstu kristilegu bókmentirnar á sýrlenska tungu, sem fræðimenn vita um, eru frá miðbiki 2. aldar. Gamla- testamentið var þýtt úr hebresku á sýrlensku, og um 170 gerir Tatían guðspjalla-harmóníu á sýrlensku, (venjulega kölluð »Díatessarón«). Hún er að vísu glötuð á frummálinu, en skýringarit yfir hana eru til á armen- isku eftir Afram, Sýrlending frá 4. öld. Almenna bibliuþýðingin sýrlenska er kölluð Peshita, er hennar fyrst greinilega getið á 4 öld, en sumir ætla hana mikið eldri, er hún í fullu samræmi við þá biblíutexta, sem al- mennastir eru um Norðurálfuna. Síðustu öld fundust 2 sýrlensk hand- rit gömul af guðspjöllunum, sem vak- ið hafa mikla eftirtekt, þótt talsvert vantaði í bæði, og aldrei virðist þau hafa náð almennri útbreiðslu, er sýnir að þau hafa ekki orðið vin- sæl innan sýrlenskrar kristni. Pau voru að ýmsu leyti frábrugðin Peshita í verulegum atriðum, en liktust að lesmáta fáeinum gömlum latneskum þýðingum, sem lítils höfðu verið virt- ar og taldar bera vott um hroðvirkni og frábrigðilegar trúarskoðanir þýð- andans. Annað þessara sýrlensku handrita er kent við enskan fræðimann, Cúreton að nafni, er fyrstur varð til að gefa það út árið 1858. Bersýnilegt er að sýrlenski þýðandinn hefir þar viljað forðast öll orðatiltæki, er komið gætu ógætnum lesendum til að halda að Jesús væri sonurjósefs. Má sem sýn- ishorn nefna hvernig nokkur vers i Matt. 1. kap. eru í þessu Cúretons handriti1), í því trausti að lesandinn fletti upp biblíu sinni og beri sam- an, 16. versið hljóöar svo: »Jakob átti Jósef, sem Maria mey var trú- lofuð, er átti Jesúm Messías«. í 19. v. vanta orðin : wmaður hennar«, sem annars eru i öllum fornhandritum: í 20. v. stendur: »Mariu unnustu þína«, þar sem annars stendur: »konu þina«. í 24. v.: »tók Maríu til sin«« (ekki: »tók konu sína til sín«). Eftirtektarvert er að »gamla guð- fræðin« hefir ekki reynt að hagnýta 1) Sbr. Th. Tradítional Text of the Holy Gospels by J. W. Burgon B. D., edited by E. Miller M. A. London bls. 295. L

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.