Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 4
112 B J A R M I sjer þessa eldgömlu þýðingu til að staðfesta »meyjar-fæðinguna«, heldur játað með fullri visindamensku að þar sem þýðingin er alveg einstæð í þessum atriðum, þá munu þessir les- mátar stafa frá hlutdrægni þýðandans. Á hinn bóginn heíir nýguðfræðinni ekki farist jafn vísindalega, þegar ann- að gamalt handrit sýrlenskt fanst, er aleitt virtist sumstaðar styðja gagn- stæða skoðun. Árið 1892 fundu 2 enskar systur og fræðikonur, frú Lewis Smith og frú Gibson, fornt sýrlenskt handrit í klaustri á Sinai-fjalli. Á handriti þessu voru skráðar (líkl. um 780) gamlar dýrlinga-sögur, en við nánari rann- sókn kom í ljós, að hjer var um »tvírit« að ræða, — sem textafræöin kallar »palimpsest«. — Sýrlensk þýð- ing guðspjallanna hafði verið rituð í fyrstu á handritið, en letrið síðan af- máð og dýrlinga-sögurnar ritaðar ofan í. t*ess háttar »tvírit« eru alltíð frá fyrri öldum og hefir vísindum nú- tímans tekist að framkalla eldra letr- ið, og lesa það sem fyrst var skráð, þótt ekki sje það árennilegt fyrir viðvaninga. í þessu handriti, sem venjulega er kallað »sýrus sýnaiticus*, er 16. v. i 1. kap. Matteusarguðspj. á þessa leið: »Jakob gat Jósef, Jósef, sem María mey var heitin, gat Jesúm, sem kall- aður er Messiasc. það var eins og nýguðfræðin hefði fundið dýrmæt sáluhjálpar-sannindi, er kunnugt varð um þenna lesmáta. það þótti svo sem sjálfsagt að þarna væri elsta þýðing guðspjallanna, og þarna væri »sönnun« þess, að Matt.- guðspjall hefði í fyrstu sagt Jesúm vera Jósefsson. Hæst töluðu þeir, sem ekkert vissu um þetta handrit nema þetta eina vers. Textafræðingar eru raunar ekki enn í dag sammála um, hver sýrlenska þýðingin sje elst eða í hvaða röð eigi að lelja þær þrjár: Díatessaron, Cúretons og Sinai-hand- ritið, svo það er rangt að tala hik- laust um »elsta handrit« og »elstu þýðingu« í þessu sambandi. Auk þess er þessi síðastnefnda sýr- lenska þýðing i svo mikilli mótsögn við sjálfa sig, einmitt í þessu atriði, að sumir sjerfræðingar ætla að til- gangur þýðandans hafi verið alveg gagnstæður við það, sem 16. versið í Matteusarguðspjalli bendir þar til. Grúlzmacher, kunnur þýskur há- skólakennari, segir t. d. í riti sínu um »meyjarfæðinguna«, er hann hefir skýrt frá fyrgreindri sýrlenskri þýð- ingu 16. versins í 1. kap. Malteusar- guðspjalls: »í sömu setningunni sem sagt er: Jósef átti Jesúm, er vikið að því, að móðir hans hafi verið mey, og það er staðfest f næstu versum, alveg eins og í öllum öðrum handritum gnðspjallsins«. — T. d. er sagt i 18. versi að Maria hafi verið »þunguð af heilögum anda«, og í 19. versi að Jósef hafi ætlað að skilja við hana f kyrþey, til að gera henni ekki van- virðu. En hvaða vit var f að segja það, ef þýðandinn hefir viljandi skrif- að í 16. vers: »Jósef átti Jesúm«. — Því segir Grutzmacher: »Sýrus sýnai- ticus« hefir þannig blandaðan texta, sem er í mótsögn við sjálfan sig, og sá texti getur ekki verið frumlegur. En hvernig stendur á uppruna hans? Ekkert bendir til að versin, sem eitt segir að Jesús hafi verið Jósefsson, en hitt eða hin neita þvi alveg, sjeu seinni viðbót. Eina skýringar-úrræðið verður þvf að rannsaka hvort nokk- urt grískt handrit muni að einhverju leyti valda þessari undarlegu þýðingu. (Meira).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.