Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 6
114 B J A R M 1 auðmýkja hjarta hans og vekja hann til lifandi trúar, svo hann mætti vaxa í náð og þekkingu Drottins vors Jesú Krists. Benjamín býðst til að leggja visku sina saman við síra Gunnars »til að finna út hvernig einum presti sæmi að vera«. En skoðanir þeirra rýmast illa saman. Síra Gunnar vill að prest- arnir óttist og elski Guð, treysti hon- nm og kappkosti að gera vilja hans. Flytji söfnuðunum orð Krists. Já, prjediki »Jesúm Krist og hann kross- festan«, og sjeu sannir Drottins þjónar í orðum og verkum. Hjer er mikils krafist, en sæll mundi sá söfnuður, er fengi prest, sem í anda og sannleika gæti fylt þessi skilyrði. En Benjamín vill að prestarnir prjediki að eins siðfræði Krists, og sleppi algerlega kenningunni um »endurlausnina fyrir trúna á frið- þægingu Jesú Iírists, sem hefir verið þungamiðja allrar síðari tíma guð- fræði«. Hann telur varhugavert fyrir presta að elska Jesú einlæglega, því það geti blindað þá, og þar af leið- andi orðið til vandræða. Hví skyld- um vjer ekki mega elska Jesúm? Hefir hann ekki elskað oss að fyrra- bragði ? Er ekki kærleikurinn aðal- inntak siðfræðinnar? Og hljóðar ekki æðsta boðorðið þannig, að vjer ælt- um að elska Guð af öllu hjarta og náungann eins og sjálfa oss? »Sæll er sá maður, sem gerir Drott- inn að athvarfi sínu«. (Sálm. 40., 5). B. K. talar um »hjátrúarkendan vaðal« um Jesú blóð, sem eitthvert töfra-meðal, sem frelsi af allri synd, án verðleika. I’etta er honum alt ráðgáta. Hann fyrirlítur hjálpræðið, eins og svlnið perlur. Hann hugsar í hæsta lagi líkt og Tómas, sem efaðist um upprisu Jesú. »Sjái jeg ekki í höndum hans naglaförin og geti látið fingur minn í þau, og lagt hönd mina í síðu hans, mun jeg alls ekki trúa því« (Jóh.21.,25). En eins og frelsarinn sannfærði Tómas, lærisvein sinn, eins er hann enn þá máttugur til að bjóða Benja- mín skjól undir krossi sínum, á þeirri slundu, sem hann óskar ekki að flýja þaðan, en þiggur auðmjúkur hina framboðnu náð. Þótt B. K. temji sjer siðgæði, sem ætti að vera hverjum manni sjálfsagt, en sjerstaklega prestunum, þá eru hjer svo margar villugötur og tæl- andi raddir, að erfitt er að verjast falli, ekki sist þeim, sem vilja standa Óstuddir. Fegar sorgin særir, er gott að mega hvíla sig við kross írelsarans, eins og sálmaskáldið kemst að orði: Hvað stillir betur lrjartans böl en heilög Drottins pina óg kvöl? Hvað heftir framar hneyksli’ og synd en herrans Jesú blóðug mynd? Þessi orð eru óhrekjandi. Margra alda reynsla sannar þau. t*au eru altaf jafn hugsvalandi hverjum þeim, sem viil staðnæmast undir krossi Krists. Sá maður er ekki athvarfs- laus í heiminum, sem getur tekið undir með skáldinu og sagt: Jeg lít beint á þig, Jesú minn, jafnan pá hrygðin særir; i mínum krossi krossinn pinn kröftuglega mig nærir; sjerhvert einasta sárið þitt sannlega græðir hjartað mitt og nýjan fögnuð færir. t*egar sorg og sársauki knýr hjartað vaknar þráin til Guðs, og »Eins og hindin þráir vatnslindir, þráir sál min þig, ó Guð. — Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði. (Sálm. 42., 2-3). Hjartans instu æðar mínar elski, lofi, prísi þig; en hjartablóð og beujar þínar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.