Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 7
B J A R M 1 115 blessi, hressi, græöi mig; hjartans þýöar þakkir fínar þjer sje gæskan eilífleg. Mjer virðist svo, að allir prestar vorir ættu að telja sjer það blessun, að mega gera þessi orð trúarskálds- ins að sínum orðum. En þeir ættu að varast að breyta þungamiðju kristindómsins í fálm og »hjátrúar- kendan vaðal«. — — — Góði Guð I Helgaðu þjóna þína í þinum sannleika, þín orð eru lif, andi og sannleikur. Láttu þá elska þig og ganga á vegum þínum, og kappkosta að gera vilja þinn í orði og verki. Gefðu að þeir mættu auka dýrðarljóma þinn meðal vor og benda oss sífelt á þann veg, sem liggur til lífsins. Vertu með þjónum þínum alla daga, alt til veraldarinnar enda. H. S. Afi og amma. Söguþættir eítir Guðrúnu Léirusdóttur. Flestar sögur enda á giftingunni, en þá byrjar eiginlega sagan min. Hún verður aldrei skráð, þó að hún geymi atvik, orð og gerðir, sem mynda óslítandi heild í huga mínum og jeg reki þættina, jeg skoðaði myndirnar, sem bjartir geislar helgra minninga leiftra um, þá vantar mig orðin, — þau mundu vera alt of fátækleg og hversdagleg til þess að lýsa auðæfum sannrar ástar, unaði ánægjunnar — hamingjunni sjálfri. Jeg hefi ornað mjer við arinn þeirra minninga, þar hefi jeg yngt skapið, þangað hefi jeg sókt ljós þeg- ar dapurt logaði á hörkveiknum í sorgarhúmi lifsins. Marga stundina hefi jeg unað mjer, umkringdur af ósýnilegum verum úr heimi endurminninganna: í þeim hóp er jeg löngum sæll. Fá er mjer sýnd liðin tíð, jeg heyri hjartslátt ástarinnar, sem auðgaði líf mitt og ljeði mjer bæði þrekið og þolið þeg- syrti í lofti, — hugurinn faðmar enn í dag ástmeyna, sem færði mjer ham- ingjuhnossið. Nú stend jeg á sjónarhólnum og horfi yfir dagleiöina, og jeg sje, að þrátt fyrir margt, sem mennirnir kalla böl og mæðu, þá hefi jeg verið láns- maður, og í fátækt minni var jeg rikur maður. Hver trúir þvi, að hamingja og fátækt geti átt samleið, þegar lífs- gildið og gengi krónunnar vega salt í meðvitund fjöldans? Og hver trúir því, að ástin og trygðin sjeu þær brynjur, sem hörð lífsbaráttan vinnur ekki á, þegar ást- in er svívirt og trygðin fer landflótta? Jeg hefði ef til vill ekki trúað því heldur, ef aö jeg hefði ekki reynt það sjálfur og sjeð um leið að það, sem gefur lífinu gildi, hið fagra, sanna, göfuga og góða er óháð öllu jarð- nesku, lífsþróttur þess er frá höfundi ljóssins — frá honum, sem öll góð og fullkomin gjöf er frá. Brúðkaupsdagurinn okkar var að kveldi kominn, og kveldið var óvið- jafnanlega fagurt. Gestirnir okkar voru nýlega riðnir úr hlaði. Við Helga hjeldumst í hend- ur og horfðum á eftir þeim. Jeg sá, að Helga var þreytuleg. »Er þjer ilt í höfðinu?« sagði jeg. »Hálfvegis«, sagði hún. »Það má jeg kenna Birni í Dal um«, bætti hún við gremjulega. »Það var hálf skrítin brúðargjöf«, sagði jeg í gamni. »Jeg get ekki búist við neinu betra úr þeirri ált«, svaraði Helga. »Og þó

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.