Bjarmi - 01.06.1927, Blaðsíða 1
BJARMI
KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ ==
XXI. árg.
Reykjavík, 1. júní 1927.
16. ibl.
„Hver er sá, sem sigrar hciminn, nema sá, sem trúir, að ]esús sje sonur Guðs"
(I. ]óh. 5., 5).
Hvað Yirðist yður um Krist?
Hvers son er hann?
(Framh.)
Textafræðingar höfðu veitt því
eftirtekt fyrir löngu, að önnur sýr-
leusk þýðing (»Cúretons«-handritið)
og nokkrar gamlar latneskar þýð-
ingar, hlutu að hafa verið gerðar
eftir griskum texta með þessu orða-
lagi i Matt. 1., 16: ».Takob átti Jósef,
Maria mey, honum heitin, átti
Jesúm, er kallast Krislur«. — Slíkt
grískt handrit hefir og fundist; er
það auðkent með raðtölunni 346 hjá
textafræðingum1). Slíkt grískt 'hand-
rit In-fir þýðandi sýrlenska handrits-
ins (sýrus sýnaíticus) haft fyrir sjer,
og munurinn sá einn, að orðið Jósef
er ritað tvisvar í því sýrlenska. Af-
leiðing þess var svo sú, að i siðara
skiftið varð »Jósef« frumlag sagnar-
innar »óui«!
Með öðrum orðum: Prófessor Grúlz-
macher ætlar að sýrlenski þýðandinn
liali af vangá tvíritað sama orðið
(Jósef). Eru slíkai tvíritanir all-tíðar
í fornritum.
1) Petta gríska handrit er frá 12. öld,
var keypt frá Gallipoli árið 1606 og vand-
lega rannsakað fyrir löngu (um 1860).
Rekið hefl jeg mig í\ að textafræðingar
nefna 3 önnur grisk handrit, öll frá 12.
6Id, með sömu grisku orðunum í þessu
versi, þótt ekkerí peirra segi: »Jósef átti
Jesúm«.
Grútzmacher telur þaö hlutdræga
vísindamensku í meira lagi, að nota
slíka tvíritun í þessu versi, til að telja
fólki, er engin tök hciir á sjálfstæðri
rannsókn, trú um, að i þvi felist
nokkur snelill af sönnun fyrir að
frumhandrit Matteusarguðspjalls segi,
að Jósef hafi átt Jesúm.
Ennfremur vekur hann eftirtekt á,
að griska handritið nr. 346 og þýð-
ingarnar, sem eftir því hafi verið
gerðar (2 sýrlenskar og nokkrar forn-
latneskar) styðji »meyjarfæðinguna«
frekar en almennu grísku handritin,
sem áreiðanlegust eru talin. Má í því
efni minna á það, sem sagt er bjer
að framan um »Cúretons«-handritið.
Þau eru sammála um að kalla Jósef
ekki mann Maríu, nje hana konu
hans í Matt. 1. kap. — En svo bæt-
ist samt ný mótsögn við í Sýnai-
handritinu, sem þeir Gunnar og
Benjamin hafa vist enga bugmynd
um, úr þvi að þeir segja ekki frá þvi.
í 21. versinu stendur sem sje: »Hún
skal fæða þjer son«, og úr 25. v. er
slept orðunum: »og hann kendi
hennar ekki«. Eu aftur stendur þar:
»hun ól honum son«. — 18. versið
er aftur svo í þessu sama handriti,
(sbr. enska þýðingu mrs. Lewis):
»Maria, móðir hans, var föstnuð Jósef,
en áður en þau höfðu komið nálægt
hvort öðru, reyndist hún þunguð af
heilögum anda«. — 22. og 23. versið
um að mey muni son ala, er og al-
vel óbreytt.