Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.06.1927, Blaðsíða 3
B J A R M I 119 stjórnarárum Heródesar (Matt. 2, 1. 13; Lúk. 1, 5.). 2. Hann er getinn af heilögum anda (Matt. 1, 18. 20, Lúk. 1,35.). 3. Móðir hans var mey (Matt. 1, 18, 20; Lúk. 1, 27. 34.). 4. Hún er heitmey Jósefs (Matt. 1, 18. Lúk. 1. 27; 2, 5.). 5. Jósef er af ætt Davíðs. (Matt. 1., 20; Lúk. 1., 27; 2., 4.). 6. Jesús fæddist í Betlehem (Matt. 2,1; Lúk. 2, 4—6.). 7. Fyrir guðlega til- hlutan er hann nefndur Jesús. (Matt. 1, 21; Lúk. 1. 31.). 8. Hann er kall- aður frelsari. (Matt. 1, 21; Lúk. 2, 11.). 9. Jósef var kunnugt ástand Marfu og gekk barni hennar í föður stað. (Matt., 18-20. 24, 25; Lúk. 2, 5. o. s. frv.). 10. Fæðing Jesú er fyrirfram boðuð ó yflrnáttúrlegan hátt. (Matt. 1. 20,21; Lúk. 1, 26-28.). 11. Jesús ólst upp í Nasaret. (Matt, 2, 23; Lúk, 2, 39. o. s. frv.). Vantrúnni mundi þykja það bæri- legur fengur, ef hún fyndi 2 »gömul handrit«, gagnstæð bibliunni, með öðru eins samræmi. 2. »Ættartölurnar hjá Lúk. og Matt. rekast á« er önnur mótbáran. — Ekki er þvf að neita, að mörgum hafl þótt erfitt að samrýma þær. T. d. I Matt. 1, 16.: »Jakob gat Jósef«, en í Lúk. 3. 30, er Jósef sagður sonur Eli. Margl fleira er erfitt að útskýra I ættartölunum, sem er harla eðlilegt, af því að Gyðingar röktu ekki ættar- tölur á sama veg og tíðkast hjá oss. Fóstursonur eða kjörsonur eignast ætt fóstra sfns að lögum, og þegar hræður áttu sömu konu, hver á eftir öðrum, sem títt bar við, voru öll börn- in lögskráð sem börn elsta bróðurins. í*á er ekki ótítt hjá Gyðingum að sleppa ættliðum úr ættartölum, ef aðal- röðin helst. Þannig er í Esra 7, 3. slept 6 ættliöum (sbr. I. Kron. 6, 7), og úr æltarlölunni hjá Matt. slept nöfnum 4 konunga, og vafalaust mörgum fleiri nöfnum eftir herleið- inguna, því að ekki eru taldir þar nema 14 liðir í 600 ár. - Orðin »gat« og »sonur« i ættartölunum eru að vorri málvenjn í mótsögn við slfkar úrfell- ingar, en ekki að málvenju Gyðinga. Er þeim báðum orðum því slept i ætt- artölunum i Matt. og Lúk. i »20. aldar þýðingunni« ensku, og mannanöfnin ein talin í röö. — Alveg eins gæti verið að nöfnum sje slept úr ættar- tölunni hjá Lúkas, eða þá að Jósef hafi tekið arf eftir Elí, og gat þá sá Elí vel verið faðir Maríu, eins og gamlar sagnir herma. Naumast mun það rjett, sem ýmsir ætla, að Matt. hafí rakið æltartöluna til að sanna, að Jesús væri »sonur Daviðs«. Þess verður sem sje hvergi vart i guð- spjöllunum að Gyðingar hafl efast um það. Eftir þeirra ættfræðiskiln- ingi var hann það, hver sem faðir hans var, úr þvl að Jósef, afkom- andi Daviðs, gekk honum að öllu i föðurstað. Ættartalan hjá Matt. mun öllu fremur vera sem ágrip og speg- ill af sögu Gyðinga frá Abraham til Krists, og þvi teknir jafn margir ætt- liðir til að tákna hvert aðal timabil. Matt. segir (í 1, 17.) að 14 ættliöir fylgi hverju fímabili, en þá verður að telja Maríu með i siðasta flokk svo að ættliðirnir verði 14. Óvenju- legt er það að visu i ættartölum Gyö- inga að telja konur, og því rekja þeir báðir, Matt. og Lúkas ættina gegn um Jósef. Matt. nefnir samt nokkrar konur í ættartölunni og hefir vafa- laust ákveðinn tilgang, sem samtiða- fólki hans hefir betur skilist en nú- timainönnum. Hefir mjög verið um það deilt, en sennilega hefir hugsun hans verið eitthvað á þessa leið: Búast má við að ýmsir Gyðingar (þeim var guðspj. fyrst ætlað) vilji ekki trúa því sem hjer verður sagt

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.