Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 3
B J A R M I 127 Hyað Yirðist yður um Krist? Hyers son er hann? (Niðurl.). Það er ekki mikið visindabragð að því að segja, að höfundur Jóhannesar- guðspjalls hafi ekki þekl æskufrásög- urnar. þótt deilt sje um hvort Jó- hannes postuli hafi skrifað það, þá hjelt jeg að allir lærðir guðfræðingar álitu að höf. þess hafi þekt hin guö- spjöllin, en hann hafi ekki talið hlut- verk sitt að endursegja sömu frásög- urnar og þeir höfðu sagt, nema sem minst. — María bjó hjá Jóhannesi og því hefði hann getað leiðrjett, ef nokkuð hefði verið ranghermt í frá- sögu Lúkasar um þessi efni. — Pá nær það engri átt, að segja með »Straumum«: »Jóh. . . . nefnir hann (Jesúm) á tveim stöðum hiklaust Jósetsson« (Jóh. 1., 46 og 6., 42). Því að á báðum stöðum eru að eins tilgreind annara orð, sem ekkert gátu þá vitað um yfirnáttúrlegan uppruna Krists. Filippus segir: »Vjer höfum fundið . . . Jesúm Jósefsson frá Na- zaret« (Jóh. 1., 46), og í 6. kap. 42. v. segja andstæðingar Krists: »Er það ekki hann Jesús Jósefsson?« Fyr má nú vera hlutdrægni eða skammsýni en að láta í veðri vaka að höf. guðspjallsins sje spyrjendun- um sammála, þótt hann greini rjett frá orðum þeirra, — og telji óþarft að bæta við skýringum frá sjálfum sjer, þar sem hann vissi að um það leyti, sem hann ritar, eru hin guð- spjöllin kunnug orðin kristnum söfn- uðum. Fegar Jóh. er ekki að segja frá annara orðum, en talar frá eigin brjósti, þá segir hann ekki »Jósefs- son«, heldur: »Orðið var hold — og hann bjó með oss fullur náðar og sannleika, og vjer sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður« (Jóh. 1., 14). Það þarf einurð til að neila því, að sá sem svo talar, viti nokkuð um yfirnáttúrlegan uppruna Krists. Þá er »þögn« Páls postula. Ekki er það undarlegt, þótl Páll færi ekki að tala um svo viðkvæmt mál í kristniboðsræðum, það gera fáir gætnir kristniboðar enn í dag, vilja forðast hæðnishlátur heiðingja um heilagt mál. En fremur er það ótrú- legt að Páll hafi ekki vitað um rann- sóknir Lúkasar samferðamanns sins. (sbr. Lúk. 1. 3.). Hitt er enn fjær rjettu máli að Páll noti orð, sem fari í bága við »eingetnaðarkenninguna«, enda þótt sumir nýguðfræðingar nefni þar til Róm. 1. 3. og Gal. 4. 4. í Róm. 1. 3. stendur »soninn, sem kom af Davíðs ætt eftir holdinu« (éx aneQ[xaxoa Aaveíö). En það þarf ekki að felast i grisku orðunum annað en í ísl. þýðingunni, og báðir tala þeir Matt. og Lúk. um að Jesús hafi ver- ið »af ætt Davíðs«. — »Guð sendi son sinn fæddan af konu« segir Páll í Gal. 4. 4. Er ber- sýnilegt að það þarf mikla misskiln- ings-löngun til að líta svo á, að Páll sje að andmæla frásögu Lúkasar samverkamanns síns með þessum orð- um. Sumir lærðir menn ætla að orð- in sýni einmitt að Páll vilji staðfesta hana. Pannig vekur J. Orr fyrv. háskóla- kennari í Glasgow eftirtekt á því að Páll notar, bæði í Gal. 4. 4., Róm. 1. 3. og Fil 2. 7. grískt orð (yevo- [levog) sem óvanalegt er að þýði »fædd- ur«. En á þessum 3 stöðum er Páll að tala um komu eða fæðingu Krists. Eiginlega þýðir orðið »kominn«, og er sama sögnin, sem Jóh. notar í 1. kap. 14. v.: »orðið varð hold«; sama orð- ið og er þýtt »kom« í Fil 2. 7. —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.