Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I 129 Ferðasaga frá Kína. Eftir Ólaj Ólajsson kristniboða. Sbanghai var fyrsti bærinn, sem jeg kom til í Iíína. Hann stendur á bökkum Yang-tsið-gjang og er nú stærsti verslunarbær á Austurlöndum. Þar voru margskonar Norðurlanda- vörur á boðstólum. Góður markaður væri þar fyrir margskonar íslenskar vörur. Það var ófyrirsjeð að jeg í þetta skifti skrifa ykkur frá Shanghai. En fyrir löngu benti þó flest í þá átt, að útlendingar mundu um síðir hvergi finna öruggan aðsetursstað í Miðkína, Og svo fór. Ætla mætti að jeg hefði frá mörgu að segja eftir svo langt og viðburða rikt ferðalag. En nú eru líkur til að við komum heim í haust snöggva ferð; verður ferðasagan nú styttri fyrir það. 20. mars lögðum við á stað frá Tenchow í Honan. Umsátrinu um miðbæinn var ekki lokið. En fyrir þrábeiðni okkar gaf herstjórnin ame- rísku kristniboðshjónunum, sem þar höfðu verið inni lokuð í fulla tvo mánuði, fararleyfi. Voru þau látin siga út fyrir múrinn, og lókum við þar á móti þeim. Á meðan blakti rauðakross flaggið við hún uppi á múrnum og fyrir neðan, og heyrðist ekki eitt skot. Göng höfðu verið grafin gegnum húsaraðirnar beggja- megin strætisins, alla leið inn að múrnum, eins og gefur að skilja, var jafnvel ekki hættulaust að hlaupa yfir þvera götu. — Tveim dögum seinna stóð enn þá einu sinni hræði- legur bardagi í Tengchow. Miðbærinn gafst upp og tvær þúsundir hermanna voru handteknir. Frá Tengchow til Laohokow er tveggja daga leið. Um nóttina Ijetum við berast fyrir í smáþorpi, en um kvöldið frjettum við, að 100 ræn- ingjar hjeldu til 9 km. þaðan. Fólk var okkur mjög vinveitt, og rjeði okkur eindregið frá að fara til Lao- hokow. Okkur var heldur ekki ó- kunnugt um, að mjög var farið að bera á æsingum og útlendingahatri þar, eins og í öðrum stórbæjum. Nokkuru áður höfðu norsk kristni- boðshjón verið svo óheppin, að fara fram hjá samkomustað byltingamanna í Laohokow. Elti skrillinn þau með grjótkasti alla leið til kristniboðs- stöðvarinnar. Hvað eftir annað hafði fólk i hótunum við kristniboðana, og algengt var að menn hrópuðu á eftir okkur: »Útlendu djöflarl — Útlendu hundarl — Niður með útlendingana! — Niður með kristindóminn! — Drepum útlendingana!« 29. mars lögðu svo allir kristni- boðar Kínasambandsins á stað niður eftir Han-gjang. Hvað eftir annað hafði lconsúllinn ráðlagt okkur að flýja til Shanghai eða Peking. Og svo kom skeyti um að hjer um bil allir útlendingar væru farnir frá Hankow og öðrum verslunarbæjum við Yang- tsið-gjang. í Nanking, næsta stórbæ fyrir neðan Hankow, höfðu herir bylt- ingamanna drepið marga útlendinga og rænt þá öllu sem hönd á festi. Við vorum 79 alls, (22 karlar, 30 konur og 27 börn), á tíu bátum. Ekki þorðum við að láta mikið á okkur bera. Á tveim stöðum safnað- ist mikill fólksfjöldi á árbökkunum og kastaði grjóti og moldarkögglum á bátana. Einstöku menn voru okkur mjög vinveittir; því góða fólki eiga nú margir útlendingar líf sitt að launa. Tvo daga lágum við um kyrt og biðum eftir fleiri bátum ofan að. Á svæði þar fyrir neðan, sem nam fullri dagleið voru mörg hundruð ræningjar beggja megin árinnar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.