Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 7
B J A R M I 131 Jeg mun í næsta brjefi skrifa dá- Iítið um horfur og viðliald kristin- dómsstarfsins í Kína, um erfiðleika safnaða og kristinna einstaklinga þar og framtíðarverkefni trúboða og trú- boðsvina. — Guðsbörn um allan heim biðja nú meira fyrir trúbræðrum sínum í Kína en nokkru sinni áður, því hvergi í heiminum eiga kristnir menn erfiðara afstöðu. — Rjett í því að þetta er skrifað kemur fregn um að skríllinn hafi grýtt kínverskan prest í Honan. Úr öllum áttum koma fregnir um kristindómsofsóknir, og jafnframt um trúarþrek og óbifanlega fastheldni ótal læiisveina Krists. Það er einlæg ósk okkar að hverfa aftur til Miðkína í haust. Fyrir því eru þó litlir möguleikar eins og nú er ástatt. — Með einlægri kveðju og þakklæti fyrir trúfast bænastarf. Ykkar í þjónustu Meistarans, Herborg & Ólaf ar Ólafsson. Shanghai, China. 10. maí, 1927. Sonur hins blessaða. Niðurl. Hann útskýrði fált, en /ramkuœmdi mikið1). Hann talaði fátt um göfgandi áhrif vinnunnar, en sjálfur var hann óbreytt- ur verkmaður fram að þrítugs aldri. Hann útskýrði ekki freistingar, en aleinn háði hann baráttu við freist- arann í 40 daga og kom aftur »í krafti andans«. Hann þráttaði ekki um tilveru Guðs, — hann mælti: »Hver sem hefir sjeð mig, hefir sjeð föðurinn«. Hann rökstuddi ekki sannanir fyrir ódauðleika, hann reisti upp dauða. 1) Að nokkru úr bókinni »Krislus og Indien«, eftir Stanley Jones. Hann flutti ekki erindi um barna- uppeldi, — hann benti á börn og mælti: »SIíkum heyrir guðsríki til«. Hann flutli engin heimspekileg rök fyrir áhrifum bænagerðar, — hann var sjálfur heila nótt á bæn, og kraft- ur Drottins var með honum daginn eftir til að lækna sjúka Hann var ekki margorður um vald andans yfir efninu, — en hann gekk á vatni. Hann mælti fátt um vináttu, en hann grjet við gröf vina sinna. Hann mintist ekki á kvenrjettinda- mál, en eftir upprisuna birtist hann konu á undan postulunum. Hann flutti ekki erindi um jafn- rjetti allra manna. — Hann læknaði þá, sem allir forðuðust og borðaði með þeim, sem margir fyrirlilu. Hann skrifaði engar bækur, en það sem hann skrifaði í hjörtu lærisveina sinna hefir umskapað þjóðirnar. Hann sagði: »Lærið af mjer«, og fór svo í þjónsbúning og þvoði fætur lærisveina sinna. Hann sá skort, og gaf 5000 manns að borða, hann sá sálarneyð, og mælti: »Syndir þinar eru þjer fyrirgefnar«. Hann útskýrði ekki tilveru djöfuls- ins, en benti á veginn frá valdi hans. Hann útskýrði ekki syndleysi, en mælti: »Hver yöar getur sannað á mig synd?« Hann sagði að mannssálin væri rneira virði en veröldin, — og fór um ólgufullan sjó til að bjarga ólgu- fullri sál og fó'rnaði þá lífi 2000 svína. Regar aðrir voru efablandnir, mælti hann: »Farið og kunngjörið það, sem þjer sjáið og heyrið: blindir fá sýn, haltir ganga, daufir heyra og dauðir upprísa«. Margir spurðu hikandi: »Hvað er sannleikur?« Jesús sagði: Jeg er sannleikurinn.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.