Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 9

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 9
B J A R M I 133 arrert. En nú skiljum vjer það með skynsemi vorri, hvað sem hjarta- skilningum líður, að velgerðir Guðs hafa ekkert rýrnað við það, að vjer gleymdum þeim. Miskunn hans er einnig óumbreytanleg; hún er óháð oss og voru hverflyndi og vanþakk- læti og gleymni. »Þó að vjer reyn- umst ótrúir, þá er hann samt trúr; sjálfum sjer getur hann ekki afneitað«. það er að eins ekki svo auðvelt, að koma miskuninni fram við þá, er ekki hafa sinnu á að veita henni viðtöku. Er nú einhver skilur fagn- aðarboðskapinn um miskunn Guðs með höfðinu og þrá vaknar við það í honum að skilja hann einnig með hjartanu, þá er gott fyrir hann að vita, að til er sá. sem getur sannfært einnig hjartað til fulis um hina full- tryggu miskunn Guðs, ef að öðrum tekst það ekki. Jeg þarf ekki að nefna nafn hans hjer og geri það þó. Jesús Kristur sannfærir hvern þann um miskunn Guðs, sem einarðlega og staðfastlega og með hjartans þrá virðir hann, Jesú, fyrir sjer. Og þegar vjer erum sannfærð um miskunnsemi Guðs, hvað er þá eðli- legra en að gleði vor og innileg þakklætistilflnning komi oss til þess að bjóða Guði likami vora að lifandi, heilagri og honum þóknarlegri fórn; m. ö. o. sýnum það í lífi voru, að vjer tökum Jesú Krist trúanlegan, er hann fræðir oss um, hvað vjer verðum að læra og taka þegar í þessu lífi ákveðnum og jafnvel stór- miklum framförum í, ef að vjer eig- um að vera hæfir fyrir eilífa lífið. Með þessu móti sýnum vjer best, að vjer kunnum að meta Guðs tak- markalausu miskunnsemi, á sama hátt eins og vjer endurgjöldum ást mannlegs góðs föður með því að ástunda vilja hans, sem er fullur af speki. Og þetta er »skynsamleg guðsdýrk- un af vorri hendi«. því að í fyrsta lagi er Guði það kærast, að vjer sýn- um þakklátsemi vora og ást til hans á þann hátt, að vjer treystum orði hans; og ef vjer elskum hann, þá höfum vjer auðvitað þá ósk, að gleðja hann sem mest, ef að svo má segja. Og í öðru lagi er þetta skynsamleg guðsdýrkun af vorri hendi vegna þess, að ekkert er til jafnskynsamlegt og það að keppa eftir samræmi við lög- málin í tilverunni; og þau eru það, sem Jesús Kristur hefir opinberað oss. »Hegðið yður ekki eftir öld þesssari«. Ó, að oss auðnist að vera ekki ó- sjálfstæð, svo að vjer ljetum þess vegna berast af hjegóma- og vanþekk- ingarstraumum í kring um oss — þegar oss sjálfum hefir verið birt í samvisku vorri, hvað er rjett og satt í því efni, sem fyrir kann að liggja. Reynum að muna eftir leiðtoganum Jesú Kristi og fylgja honum, hvað sem aðrir gera. »Heldur takið háttaskiflum með end- urnýfungu hugarfarsins svo að þfer fáið að reyna, hver er vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna«. Já, breyt- um háttum — ýmsum háttum. Það er svo bráðnauðsynlegt og myndi reynast svo áhrifaríkt. Tökum upp nýjar venjur vegna trúar vorrar á miskunnsemi Guðs og sívakandi gleði vorrar yfir henni. Nóg er að færa í lag. Tökum upp nýjar venjur bræð- ur, systur. það mun 'reynast oss ó- metanleg afls- og gleðilind í Guði. Við það að gera eitthvað sjer að venju vegna guðsríkis af einlægu hjarta, fer, jeg held, alls ekki hjá því, að ávöxtur kemur í ljós í sál vorri. Vjer þroskumst m. a. í skilningi vor- um á Guði og þvi sem guðsríki til- heyrir; fáum, eins og postuliun orð- ar það hjer, að reyna hver sje vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.