Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 13

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 13
B J A k M í 137 syndarinnar, kora sonur Guðs sjálfur til jarðar, og með því að úthella blóði sínu á krossinum, bar hann refsing- una, og bætti fyrir syndasekt alls heimsins. Jeg trúi því, að sá, sem meðtekur Jesúm Krist sem frelsara sinn, sje andlega endurfæddur, og að þessi endurfæðing sje eins ákveðin og veru- leg og hin náttúrlega fæðing. Sá, sem þannig er endurfæddur, hefir ný rjettindi, hann sækist eftir nýjum hlutum, hefir nýjar tilhneigingar. Hann er sameinaður Kristi á andleg- an hátt, eins og likaminn er sam- tengdur holdinu, og mun lifa með honum um alla eilífð. Jeg trúi því, að enginn maður geti frelsað sig sjálfur með góðum verk- um eða með því að lifa »siðferðis- góðu lífi«, sem menn nefna svo. Góð verk eru þó hinn sjálfsagði ávöxtur og hinn sýnilegi vottur trúar- lífsins. Jeg trúi því, að Satan sje orsök að falli og synd mannkynsins, og að uppreist þess gegn hinni rjelliátu stjórn Guðs. Satan er höfðingi allra »heimsríkjanna«, en honum verður þó að lokum kastað í undirdjúpið. Kristur kemur aflur í dýrð til jarðar, til að ríkja, á sama hátt og hann steig upp frá jörðu, og jeg bíð eftir endurkomu hans dag frá degi. Jeg trúi því, að biblfan sje Guðs orð, vegna þess, að jeg finn í lifi mínu, og annara, sem nota hana daglega sem andlega fæðu, eins og jeg, ummyndunarafl, sem leiðrjettir og hreinsar vondar tilhneigingar, vekur hjá mjer löngun til hins góða og kennir mjer margt um rjettlæti Guðs, sem þeir geta ekki vitað neitt um, sem ekki nota biblíuna þannig. Hún er eins sannarleg fæða fyrir sálina eins og brauð er fyrir líkamann. En helsta áslæðan fyrir því, að jeg trúi biblíunni, er sú, að hún ein sýnir mjer mitt eigið andlegt ástand, sem engin önnur bók í heiminum getur gert. Hún gefur rjetta lýsingu á eðJis- fari mínu, og sýnir, að jeg var glat- aður i synd minni og fjarlægur lifinu í Guði. Jeg finn í henni dásamlega samstæða opinberun frá 1. Mósebók til Opinberunarbókarinnar, af persónu Guðs, sem sýnir, að Guð er miklu meiri en allar mínar hugsanir um hann. Hvers virði biblían er mjer, er eins erfitt að lýsa og það væri, að gefa ástæður fyrir kærleika minum til föður míns og móður. — Hún opin- berar Guð sem föður, sem skilur oss fullkomlega, sem getur gefið oss vald yfir tilhneigingum vorum og stjórn yfir tilfinningum vorum, sem knýr oss til þess að berjast gegn holdinu, í staðinn fyrir að fyllast sjálfbyrgings- skap. — Guð er fylling allrar speki og allrar þekkingar. Honum get jeg treyst, þótt jeg þyrfti að standa al- einn frammi fyrir öllum heiminum«. Þannig hljóðar vitnisburður þessa merka og stórhæfa manns. (Meira). Að gefnu tilefni. Afgreiðslu blaða er margoft ókunnugt um hvort kona, sem blaðið kaupir, er gift eða ógift, og getur það valdið broslegum miskilningi. Stund- um er t. d. roskin ekkja, margra barna móðir skrifuð: ungfrú, og 16 ára heima- sæta skrifuð: húsfrú, og auðvitað heldur heimasætan að þetta sje gert til að stríða sjer, og segir liklega upp blaðinu. Væri ekki snjallræði að skrifa allar konur fr., alveg eins og karla hr? Fr. er jafnvel enn betri stytting en hr., pví að fr. má lesa frú eða fröken, eftir því, sem hverj- um þykir best við eiga; og þá losna líka ungu stúlkurnar, sem kaupa blaðið, við það ómak að skrifa alókunnugum ritstjóra að hann eigi að hætta að skrifa sig fröken þvi nú ætli þær að fara að gifta sig.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.