Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 16

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 16
140 BJARMi hennar munu taka undir. Efnið er sótt til guðspjallanna aðallega um hina 10 líkþráu, er lækningu hlutu, þótt 9 »gleymdu« að snúa við og þakka. Er átakanlega lýst raunasög- um »hinna óhreinu«, og mjög var- lega farið að fara ekki út fyrir guðspjöllin um orð og starf Krists, þótt skáldið semji margt um sjúkl- ingana. Þýðingin er góð, eins og á öllum öðrum bókum þýðandaus. það eina sem jeg hefi við hana að athuga, er að þýðandinn hefir farið eftir siðustu biblíu þýðingunni íslensku með orðin: »Trú þín hefir gjört þig heilan«. Eldri þýðingin: »Trú þín hefir frelsað þig«, er bæði rjeltari eftir frummálinu, eins og jeg hefi margoft mint á opinberlega, og gjörir jafnframt miklu betri grein fyrir þeirri andlegu breytingu, sem orðun- um fylgdi hjá þeim, sem Kristur tal- aði við, eins og hver aðgætinn lesandi sjer. — Vafalaust verður þessi bók vinsæl: margir vilja lesa skáldsögur frá dögum Krists, þótt sjaldan lesi þeir ritninguna, auk þess er flestum ljúft að heyra hvernig þyngstu harmar breytast í lofsöngva nýrra gæfudaga. Engar eru prjedikanir í bókinni, en þó er öll bókin áhrifa- rík prjedikun um hve blessunarríkt er »óhreinum« mönnum að leita Jesú, finna hann og dvelja hjá honum. Aöalfundur dómkirkjusafnaðarins i Rvík var haldinn annan dag hvítasunnu s. 1. Haföi hann meöal annars 2 stórmál til meðferðar, kirkjubyggingarmál og trúmálaágreininginn. Pegar dómkirkjan var endurbygð árið 1847 voru sóknarmenn 1497 og pá full- nægði hún pví gamla skilyrði að kirkja væri hæfilega stór, ef hún rúmaði tvo þriðju hluta safnaðarins. En nú er söfn- uðurinn meira en tíu sinnum stærri og kirkjan því fyrir löngu orðin of litil, enda þótt þar sjeu tvær messur fluttar hvern helgan dag. Vafalaust hefði söfnuðurinn fyrir löngu annaðhvort reist sjer nýja kirkju til viðbótar eða stækkað dómkirkj- una að miklum mun, ef hann hefði átt hana sjálfur. En þar eð ríkiö á kirkjuna, er erfiðara um öll frjáls tillög eða gjafir til hennar, og hins vegar ekki hlaupið að því að fá ríkissjóð til að areisa Reykvík- ingum nýja kirkju«. Ríkisstjórnin mun líta svo á, eins og ileiri, að eðlilegast sje að söfnuðurinn taki alveg við fjármálum kirkju sinnar og fjellst safnaðarfundurinn á það, ef þing og stjórn vildi gera þann fjárskiínað sómasamlega úr garði. — En naumast mun kirkjubyggingarnefndin treystast til verulegrar fjársöfnunar til nýrrar kirkju fyr en hún veit hvernig alþingi tekur í þetta mál. Oddviti sóknarnefndar (ritstjóri þessa blaðs) flutti erindi á fundinum, er hann nefndi »Hvað virðist yður um Krista og vjek þar mjög að trúmáladeilunum liðinn vetur. Umræður urðu töluverðar um þau mál öll og þótti sumum miður að þeim skyldi slitið, er fundurinn hafði staðið 3'/s stund. í fundarlok samþykti fundur- inn, með öllum alkvæðum gegn einu, til- lögu, er oddviti flutti i samráði við sókn- arnefndina. Hún var á þessa leið: »Safnaðarfundurinn lýsir hrygð sinni yfir þeim árásum, sem gerðar hafa verið undanfarið gegn ýmsum meginatriðum kristindómsins og leyfir sjer að skora á prestastefnuna að taka þær til alvarlegr- ar meðferðar«. Viðaukatillaga frá tveim fundarmönn- um samþykt með öllum atkvæðum, gegn þremur: »Og felur prestum safnaöarins að flytja þetta mál á prestastefnunni«. Fundinn sóttu um 320 manns. Stórstúkuþing good-templara var hjer í bæ 9—14. þ. m. Sóttu það 170 full- trúar, nærri tvöfalt fleiri en nokkru sinni fyr. Enda hefir stúkum fjölgað mjög liðið ár og fólk streymtíþær, einkum í Reykja- vík og Vestmannaeyjum. Undirstúkur eru orðnar 72 (voru 50 árið 1924) og barna- stúkur 42 (25 árið 1924) og fjelagatal um 9000. Talsvert kapp var meðal fulltrúanna um hvar yfirstjórn reglunnar skyldi vera og næsta Stórstúkuþing. Sigruðu »Sunn- anmenn« í hinu fyrra, Sigurður Jónsson barnaskólastjóri var kosinn stórtemplar og öll framkvæmdarnefndin í Reykjavík. »Norðanmenn« fengu aftur framgengt að næsta þing verði á ^kureyri. Á hinn bóg- inn var engin veruleg flokkaskifting um hannmálið, eins og sumir höfðu búist við. Pingið samþykti um 20 tillögur um áfengisvarnir og flestar nærri í einu hljóði. Búast má við samkepni milli »Norðan- og Sunnanmanna« haldi áfram og verði til þess að enn aukist fjelagatala að stór- um mun, en skemtilegast væri að íslend- ingar ættu yfirleitt þann þjóðernismetnað að þeir snertu ekki þær vörur, sem erlent ríki hefir kúgað þjóöina til að leyfa inn- flutning á. Prentvilln. í frásögn um Ungmennamót í 16. tbl.,bls. 124, hefir misprentast. Par stend- ur: »hefir verið vestra meiren 30ár«, eu á aðvera: »hefirverið prestur meiren30 ár«. Útgefandi: Signrhjörn Á. GíslnBon. Prentsmiðjan Gulenherg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.