Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I 145 — Þar er það, sera sameinar okkur alla, þrátt fyrir ólíkar skoðanir og ólíkt lunderni: hin óverðskuldaða náð Guðs í Jesú Kristi. Þar leitum við samfjelags við hann, sem við allir tilbiðjum. Þar helgum við honum okkur sjálfa á ný til þjónustu. Og þaðan hljóma til okkar þau orð, sem eru hvorttveggja í senn, hin dýrlegasta starfsköllun og hið dýrðlegasta fyrirheit: »Eins og fað- irinn hefir sent mig, eins sendi jeg jeg líka yður«. Amen. Ágre: ningsatriðin í augum ensks biskups. í vor flutti merkur enskur biskup, A. C. Headlam i Gloucester, nokkur erindi við Hafnar-háskóla; var boðið þangað af sljórn Örsted’s-Rask- sjóðsins. Eins og gengur leituðu blaðamenn til hans með ýmsar spurningar, og fer hjer á eftir samtal við hann, sem »Extrablaðið« birti 22. apríl s. 1.: »Hver er skoðun biskupsins á trú- málalífi samtíma vors; eru áhrif ó- friðarins óafmáanleg?« spurði blaða- maðurinn. Headlam hiskup starir fram fyrir sig og svarar seinlega: »Jeg get ekki sagt um önnur trú- mál en á Englandi, og hjá oss er breyting orðin síðustu árin. Eirðar- leysið hefir mótað ýmsa. Rjett eftir ófriðinn voru kirkjurnar hálftómar. f*að var bersýnilegt að fólk hafði vanist af að fara í kirkjur. Áður var það fastur vani að fara i kirkju hvern sunnudag, einkum meðal æðri stjetta. Síðustu 3—4 ár eru þó margir farnir að laka upp fyrri kirkjurækni, og kirkjurnar fyllast að nýju. — Jeg ætla samt sem áður að óhætt sje að segja, að fólk hafl meiri áhuga á trú- málum en fyrri. Menn óska, oft um of, að gruíla út í alt, leita að föstum aðalatriðum, en eru þó hálfhræddir við að láta tilfinningu sína og skoðun á trúmálum koma í ljós«. »Er ekki allmikill hluli ensku þjóð- arinnar, sem alls ekki fer í kirkju?« »Jú, svo er það; en margir þeirra, sem heima sitji, hugsa samt mikið um lrúmál«. »Hefir splritista-hreyfingin nokkur áhrif innan ensku hákirkjunnar?« »Á öðrum eins órólegum byltinga- tímum, einkum ófriðarárin og rjett á eftir þeim, þegar þungar sorgir gistu marga, þrá menn eilthvað að styðj- ast við; þeir fálma umhverfis sig 1 blindni og grípa þá oft það ranga. Reyni menn að tileinka sjer trú frá efnishj'gpju sjónarmiði, verður spíri- tismi oft endastöðin; en spíritisminn, sem verður að teljast hjátrú, getur oiðið afar ómeltanlegur og skaðlegur sem andleg fæða«. »Er þá ekki undarlegt að annar eins gáfumaður og Sir Oliver Lodge skuli aðhyllast kenningar spíritista?« spyr blaðamaðurinn. »Því má bæði játa og neita«, svarar Headlam biskup. »þegar maður verður fyrir sárum missi, eins og hann, »slær það sjer oft á heilann«, sem áður er fullur af efnis- hyggju ráðgátum hjá mörgum nútíma mönnum. Pegar menn missa jafn- vægið í andlegu tilliti, reyna þeir ofl að gera það, sem þeir annars vita að er ómögulegt. Efnishyggju útskýring trúarinnar hlýlur jafnan að verða ofurefli. F*að er jafnvel ekki unt að útskýra ráðgátur efnisheims- ins frá efnishyggju sjónarmiði, og hvernig ætti þá að vera unt að leysa

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.