Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 7
B J A R M I 147 íhuganir Yið bibiíulestur. Eftir sra Björn 0. Björnsson. Niðurl. i iii. Tríiarskynsemi. (fhugan við lestur i einu af Pálsbrjefum. Hinn lesni kafli Róm. 12, 1.—8.) Áðan talaði Páll um, að það sje skynsamleg guðsdýrkun að æfa sig kappsamlega í því að gera Guðs vilja. Nú talar hann um, að kapp sje best með forsjá. Kapp er skynsamlegt, af því að það er lífsnauðsynlegt, ef að við eigum að fá nokkuru um þokað til bóta í þessum efnum. Forsjá er einnig skynsamleg, því án hennar eyðum við hinum dýrmæta krafti, sem kappið er, til ónýlis með þvi, að vjer færumst það í fang, sem vjer höfum enga skynsamlega ástæðu til að ætla, að vjer höfum hæfileika til að laka við nje til að geta fram- kvæmt. Ekki síst þess vegna er ein- læg, karlmannleg, vísindaleg, óhlut- dræg, fyrir Guði auðmjúk sjálfsþekk- ing oss sú nauðsyn, sem ekki verður gengið fram hjá eða farið í kring um, án þess að það liefni sín og geri manninn óhæfan til að þiggja náðar- gjafir með blíðu sjer til gagns. Fyrir þessa, af Guði þegnu, sjálfsþekkingu fáum vjer metið, hvað sje við vort hæfi í trúarbaráttunni sem öðru. Og þegar vjer höfum gert oss það Ijóst, þá eigum vjer að taka föstum tökum á verkefninu eftir þeim hæfileika, sem vjer liöfum til slíks. AUir mega heita hjer jafnrjettháir hvort, sem þeir eru langt eða skamt komnir á þroskabrautinni. Peim, sem mörgu pundin hafa, er ætluð mikil viðfangsefni. Peim, sem fáu pundin hafa, eru ætluð lílil viðfangsefni. Aðal- atriðið á þessari stund er ekki það, hvort þú, bróðir, ert langt kominn á þroskabrautinni, heldur hitt, hvort þú ert að þroskast, balna, taka framför- um. Og svo er það á sjerhverri stund: Framför er hin sameiginlega nauðsyn góðra og vondra, þroskaðra og lítt þroskaðra. En fyrir hvern einstakan dregur það ekkert úr bans persónu- legu nauðsyn, að nauðsynin er sam- eiginleg öllum mönnum. Þess vegna sagði líka Jesús, að á himnum væri meiri gleði yfir einum syndara, sem bætti ráð sitt, heldur en yfir nítíu og niu, sem ekki gerðu það. Finst þjer, lesandi, annars ekki mikið til um þá tilhugsun að vekja gleði á himnum? Hvílík hvöt það gæti orðið oss, ef að oss væri þessi opinberun veruleik- ans föst i hugal Pannig ber oss að taka ótil- neyddir, vegna ástar Guðs, á oss byrðar, sem samsvara kröftum vor- um; og vera í einu kappsamir og skynsamir, er vjer veljum oss byrð- arnar. Óg skynsemi þessi liggur m. a. í þvi að muna, að Guð er misk- unnsamur og vill ekki, að lífið sje oss byrði, þó að hann vilji, að vjer berum byrðar þess og byrðar hver annars. Vegna áslar Guðs tökum vjer oss svo fram í hinni góðu baráttu; berjumst, hafandi betur í huga, hvað vjer erum að gera; markvissari, marksæknari, trúfastari, hlýðnari, sigurglaðari en áður, því að »kær- leiki Krists knýr oss«, eins og Páll postuli segir annars staðar. Orð Páls um hinn mismunandi mæli trúarinnar flytja oss einnig aðra mynd fagnaðarboðskapar Guðs til mannanna. Áður bentu orð þessi oss á að leita sjálfsþekkingar; nú benda þau oss til að nota sjálfsþekkinguna, lil þess að líta rjeltum augum á aðra. Pau minna oss á að hinni eini sanni fagnaðarboðskapur Guðs til manna,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.