Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 10
150 B J A R M I En það mun opinberast oss með sannfæringu þess, sem sjálfur reynir, eftir því sem oss auðnast að sýna boðskapnum traust í líferni voru. Því sagði Páll: »Takið háttaskiftum með endurnýjungu hugarfarsins, svo að þjer fáið að reyna, hver sje vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna«. Og því sagði Jesús: »Sá sem hefir boðorð min og heldur þau, hann er sá sem elskar mig . . . og jeg mun sjálfur birtast honum«. Petta er trú- arskynsemin. + Thomas H, Johnson. 12 febr. 1870. — 20. mai 1927. Hann var sonur Jóns Björnssonar, bónda á Hjeðinshöfða í Þingeyjar- sýslu, og konu hans Margrjetar Bjarnadóttur, frá Fellsseli í Köldu- kinn. Fluttist 9 vetra með foreldrum sínum vestur um haf. Aldamóta-árið tók hann fullnaðarpróf í lögum og 1907 varð hann þingmaður í Mani- toba og sat á þingi 15 ár. Var ráð- herra í stjórn frjálslynda flokksins1) árin 1915 til 1922, og alment talinn atkvæðamesti maður stjórnarinnar, enda falin fjölmörg trúnaðarstörf. Vinsæll var hann og virtur af öllum löndum sínum, og heimili hans fyrir- mynd, enda átti hann ágæta konu, Áróru, dóttur hins góðkunna kaup- manns Friðjóus Friðrikssonar i Winnipeg. 1) Pað er eftirtektarvert að »Lögberg« og »íhaldsmenn« í trúmálum eða kirkju- fjelagsmenn landa vorra. vestan hafs fylgja flestir frjálslynda stjórnmálaflokkn- um; en þar á móti fylgir »Heimskringla« og margir þeirra »frjálslyndu«, íhaldinu í stjórnmálum. Síra Björn B. Jónsson D. D. skrifar langa minningargrein um Thomas ráðherra 1 »Lögberg« 26. maí s. 1. Getur liann þess, að hann hafi verið »svo kirkjurækinn, að naumast kom það fyrir að ekki gengi hann til tíða hvern helgan dag, væri hann heima og heill heilsu. I nær heilan fjórðung aldar tilheyrði hann söngflokk Fyrsta lúterska safnaðar«. — Fetta þættu frjettir um stjórnmálamann og ráð- herra á íslandi. — Útför sinni ráð- stafaði Thomas ráðherra að öllu leyti og baðst undan líkræðu. Æfilokin voru fögur og áhrifamikil. Síra Björn segir svo frá þeim : »Bilaður á heilsu var Thomas H. Johnson mörg hin siðustu ár, og það miklu meira en flesta grunaði. Hann vildi sem minst láta á því bera. í fyrra sumar lá hann afar-þunga legu og var þá gerður á honum mik- ill holskurður. Hann hrestist aftur og nokkurn part næstliðins vetrar var hann við sæmilega heilsu og gat sint verkum. En er á leið veturinn, tók innvortis meinsemdin sig upp aftur og fór þá geyst. Rúmfastur lá hann í fimm vikur. Var honum það fullljóst hvað fyrir lá, en hann varð sem hetja við dauða sinum. Bjó hann sig undir burtför sína sem sannkrist- inn maður. Trúmaður hafði Thomas H. Johnson verið alla daga og veitli nú trúin frið og gleði, svo hann gekk fagnandi móti dauðanum. Guðs orð, bænin og kvöldmáltíð Drotlins voru lionum sannnefndar huggunarlindir í banalegunni. Þeir, sem með honum voru sfðustu stundir lifsins, geta aldrei gleymt þeirri hughreysti og stillingu, sem hann sýndi í stríðinu. Með sinni óbifanlegu hugarró ráð- stafaði hann öllu. Konu sinni og börnum og nánustu vinum gerði hann skilnaðinn fyrir fram svo sársauka-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.