Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 12
152 BJARM! framan í drenginn, sem horfði á hana spyrjandi og beið svars. Eins og börn- um er titt, vildi hann fá fullnaðar- úrskurð á mál sitt. »Er hann ekki ósköp vondui ?« spurði drengurinn mjög alvarlegur. »Jeg veit ekki, Nonni minn«, sagði hún og stóð skyndilega upp úr sæti sínu. »Það cr Guð einn, sem getur dæint um það«. Hún kysti drenginn. en jeg sá á svip hennar að spurningar hans höfðu sært hani talsvert, og við horfðum þegjandi hvort á annað. Drengirnir háltuðu. Helga sat á rúminu hjá þeim á meðan þeir lásu bænirnar sínar. »Fyiirgefur Guð þá ekki nema þeim, sem fyrirgefa öðrum?« spurði Jón litli alt í einu. — Við hugsuðum að hann væri sofnaður, og mjer brá þegar skær barnsröddin rauf þögnina. »Það er skylda okkar að fyiirgefa hvor öðrum«, svaraði móðir hans, og mjer virtist rödd hennar titra. »Fyrirgefðu þá manninum, mamma, og svo fyrirgefur Guð þjer«, sagði Jón litli. — Við horfðum bæði á drengina, eftir að þeir voru sofnaðir. Við þögð- um, en í þögninni hreyfðu sjer hugs- anir, sem sameinuðu sálir okkar. »Heyrðir þú til barnsins?« spurði Helga hljóð. — »Hjeðan af get jeg ekki beðið Faðir vor, fyr en — fyr en jeg hefi sigrað sjálfa mig — og — og fyrirgefið«. Hún stundi þungan, eins og undan ósýnilegum svipuhöggum. Svo stóð hún upp og fór fram, og jeg vissi að nú gekk Helga á þann orustuvöll, sem mörgum hefir erfið- astur orðið. Jeg var kyr inni. Jeg vissi vel að hjá Helgu var mjer nú ofaukið. Guð einn gat lagt henni lið, og þess bað jeg hann af öllu hjarta. Hún var lengi frammi og kom grátin inn aftur. Hún afklæddi sig og sofnaði, en jeg lá lengi vakandi. Jeg var að þvi kominn að festa svefn- inn, þegar jeg hrökk upp við það, að barin voru þung högg á bæjar- dyra huiðina. Jeg fór til dyra með ljós í hend- inni. Það voru komnir 2 inenn, sem báðust gistingar. »Það er ekki gott í efni fyrir okkur«, sögðu þeir. »Við erum hjer með veikan mann, sem við treyslum okkur ekki til að koma lengra en hingað, en við erum að vona að það brái af honum í nótt, svo að hann geti haldið áfram ferðinni á morgun«. Jeg kvað sjálfsagt að taka á inóti sjúklingnum eltir föngum, og spurði hver maðurinn væri. »Björn heitir hann, í Dal«, sagði annar koinumanna. Mjer brá í brún. Björn í Dal kom- inn á heimili okkar Helgu, veikur og hjálparþurfi! »Honum varð alt í einu svona ilt. Við studdum hann á hestinum; jeg held helst að hann sje meðvitundar- laus núna«. Við bárum Björn inn í stofuna og lögðum hann á stóla, og síðan fór jeg inn til þess að vekja Helgu og leita ráða hjá henni. Hún svaf fast. Jeg ýtti við henni. »Það eru komnir næturgestir, Helga«, sagði jeg, »og einn þeirra er mikið veikur«. Hún losaði svefninn, lauk upp augunum og brosti, en það var auð- sjeð að hún var enn þá stödd á landi draumanna: — wfyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vjer og fyrir- gefum vorum skuldunaulum«, — — hún mælti orðin lágt og óskýrt. »Helga, það eru komnir nætur- gestir með veikan mann«, sagði jeg aftur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.