Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 13
B J A R M I 153 »En jeg býð yður, elskið óvini yðar, — biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður« ------ hún bjelt áfram að tala upp úr svefninum. »Góða Helga, vaknaðu, hjálpaðu mjer til að búa um sjúklinginn«, sagði jeg. »Sælir eru miskunnsamir, því þeim mun miskunnað verða«. »Það er satt«, sagði jeg. »Og nú gefst þjer einmitt tækifæri til þess að miskunna veikum manni, sem leitar ásjár hjá okkur«. — Loksins ,var bún vöknuð. »Mig dreymdi svo yndislega«, sagði hún. »Mig dreymdi frelsarann, hann var að hlýða mjer yfir íjall- ræðuna. Jeg var svo sæl i návist hans. Öll óvild og kali hvarf, en innileg samúð gagntók hjarta mitt, — æ — en það var ekki annað en draumur!« bælti hún við raunamædd. Við ráðguðumst um hvár ætti að húa um gestina. »Veiki maðurinn verður að fá gott rúm«, sagði Helga. »Jeg tek rúm- fatnaðinn minn handa honum«. Helga var fljót að klæða sig. Hún spurði mig hvort jeg þekli geslina, en jeg gaf lítið út á það. »Jeg ætla að skreppa í fjósið eftir nýmjólk handa honum«, sagöi hún. Helga varð á undan mjer inn í stofuna. Hún studdist við borðið og horfði liöggdofa á Björn, sem lá al- veg hræringarlaus, eins og liðið lík, þar sem við höfðum lagt hann. »Hvað gengur að honum?« spurði, hún loksins. Piltarnir sögðu henni hið sama og mjer. »Veslings maðurinn!« sagði hún þá, og mjer varð innanbrjósts líkt og stórum steini hefði verið velt frá hjarta minu. Við bárum hann í rúmið, sem Helga hafði búið um með mestu vandvirkni, eins og handa sínu eigin barni. Jeg sá að hönd hennar titraði, þegar hún hagræddi dúnsvæflinum hans Nonna litla undir höfðinu á Birni í Dal, og breiddi yfirsængina úr rúminu sínu ofan á hann. »Nú er nauðsynlegt að annar ykkar sæki lækni«, sagði Helga og sneri sjer til piltanna, »en hinn vakir yfir inanninum í nótt«. Piltarnir litu hvor á annan. »Jeg get svo sem farið«, sagði annar þeirra. »En jeg er hræddur um að hestarnir okkar sjeu full- þreytlir til þess, fyr en í fyrramálið«. Helga þagði hugsandi, og jeg vissi hvað fór í gegnum huga hennar. Mjer kom það því ekki á óvart, þegar hún sagði við mig: »Eru hestarnir okkar ekki á næstu grösum? Og Skjóni ný-jáinaður«. Skömmu síðar reið pilturinn úr hlaði á Skjóna, til þess að sækja lækni. Við gengum inn í herbergið okkar. Drengirnir' sváfu og Jón litli bjelt utan um hálsinn á bróður sínum. Móðir þeirra seltist á rúmið hjá þeim og horfði á þá með ósegjanlegri blíðu, en tárin runnu án afláts ofan kinnar hennar. »Það eru feginstár, sem losa klaka- böndin af bjarta mínu«, sagði hún. »Guð veri lofaður!« Prír guðfræðingar hafa nýlega tekið embættispróf lijer við háskólann: Eiríkur Brynjólfsson, ætlaður úr Reykja- vík, fjekk I. eink,, en Ólafur Ólafsson úr Eystri-Hrepp og Sigurður Gíslason úr Vopnafirði fengu II. eink. — Enginn peirra á neitt í »Straumum«.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.