Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 1
BJARMI = IÍRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXI. árg. Reybjavík, 1.—15. ágúst 1927 21.—22. tbl. „Vertu óhrædd, María, því að þú hefir fundið náð hjá Guði“. (Lúk. 1, 30). Á Boðunardag Maríu 1927. Ræða flutt í Marteinstungu af síra Óf. V. prófasti í Fellsmúla. Lát kraft þinn Jesú, Jesú minn, mig jafnan yfirskyggja. Og lát þitt orð og anda þinn mjer æ í hjarta byggja, svo jeg sje þinn og þú sjert minn og þinn æ minn sje vilji og okkur ekkert skilji. Amen. Lúk. 1., 26-38. Enn einu sinni höfum vjer nú heyrt það efni og mól, sem upphaf- lega hefir hlotið að vera háheilagt launungarmál fyrstu hlutaðeigenda: Maríu og Jósefs, og allra nánustu og kærustu vina þeirra, svo sem Elísa- belar frændkonu hennar, Sakariasar presls, rnanns Elísabetar, og ef til vill nokkurra fleiri, sem trúað var fyrir svo óheyrðum og ótrúlegum atburði, sem getnaði barns af Heilögum anda. Þetta alt var þess eðlis, að það mátti til að vera öllum aðilum hinn mesti leyndardómur, einkum þó Maríu og Jósef, og munu allir það finna og skilja. — Svo kemur fæðingarsagan með öllum þeim dýrðar- og dásemda viðburðum, sem sagt er frá á öllum jólum, alstaðar um allan kristinn heim; þar næst vitnisburður Símeons og önnu um Jesúbarnið í musterinu; þá alt sem birtist og bar við í sam- bandi við vitringana frá Austurlönd- um. Og loks vitnisburður Jóhannesar skírara um viðburðina, sem urðu við skírn Jesú. Alt þetta hefir orðið til þess að rifja upp, viðhalda og breiða út og styrkja vitnisburðinn um getnaðinn af Heilögum anda; því að alt var þetta svo einstætt og undursamlegt, að það benti ekki á annað fremur en alveg einstæðan uppruna, og al- veg sjerstakt eðli og ætlunarverk hans, sem alt þetta kom fram um og við. Þannig hefir nú þetla smámsaman kvisast og vitnast, og rjettlætst af viðbuiðunum, og alt af með mink- andi hættu og hnjóði fyrir Maríu, eftir því sem leið. Þegar svo hin undursamlega lífs- saga þessa undra-sonar, Jesú Krists, var öll, og alt hið undursamlega og einstæða, sem hún segir frá, hafði gerst fyrir allra sjónum, þá varð það og alt til þess enn meir að efla og staðfesta frásögnina og trúna um ein- getnaðinn meðal fleiri og fleiri, alt þangað til að Lúkas læknir tekur sig til og fer að leita og rannsaka og bók- festa alt það sannasta, sem unt var að fá í þessum efnum, eins og hann seglr sjálfur í upphafi guðspjalls síns. En Lúkas er nú alls ekki einn um þelta. Matteus tollheimtumaður talar einnig berum orðum um getnað Jesú af Heilögum anda, og allir guðspjalla- mennirnir herma auk þess fjölda orða og atvika um og eftir Jesú, sem ým- ist beint eða óbeint lýsa einstæðum guðlegum uppruna hans og eiginleg- leikum. Frá upphafi sinna vega hefir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.