Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 2
158 B J A R M I nú líka kiistin kirkja í heild siani bygt á þessu, sem því bjargi, er eigi gæti nje mælti bifast. Og sú trú og tilfinning hefir ætíð síðan verið meir og minna lifandi og rík í hugum og hjörtum kristins almennings, að bif- aðist þetta bjarg, eða ef mögulegt væri að grafa svo kringum það og undan því, að það haggaðist eða ylti um koll, eða ef trúin á það yrði gerð ómöguleg, þá yrði líka kristin kirkja að velta um og hrynja. Enda sýnast og nógu mörg allglögg dæmi hafa verið og vera til um það, að svo mundi fara; því að svo er vist um flesta þá, sem annaðhvort hafa aldrei fótað sig á þessu bjargi eða þá hafa, einhverra hluta vegna, misl fótfestuna á því, að þeir hafa verið og eru eins og vellandi bátur á bárum eða ruggandi hús á sandi bygt, svo að þeir berast og byltast á ýmsar hliðar og áttir, úr einu í annað, og verða svo sem alstaðar og hvergi, oftast jafnt í trúar- og siðgæðislegu tilliti, ráðlagi og háttum í flestu; en örlög og afdrif munu og þar eftir fara, En hvernig verður nú haggað við þessari trú á Iieilags anda getnaðinn, eða hvernig missa menn hana? Jeg get að eins hugsað mjer eða fundið tvær ástæður. Önnur er sú, að sönnun óhrekjanleg fáist fyrir því, að getn- aðar saga Lúkasar í dag, Matteusar og annara Nýja testamentis höfunda, sje ekkert annað en hjátrúar tilbún- ingur eða skáldskapur tilhæfulaus; og ekki nóg með það, heldur og öll þau önnur orð og ummæli, bæði Jesú sjálfs og postula hans, sem ým- ist eru bygð á eða studd við ein- getnaðar trúna, eða þá benda ótví- rætt til hennar. Og enn þá meira þyrfti að aðhafast til þess að eyði- leggja eingetnaðar trúna; því að ýmis- legt — jafnvel margt — í æfisögu Jesú í guðspjöllunum, að því er snertir orð hans og verk og lífsviðburði, er vissu- lega álíka einstætt, undursamlegt og óskiljanlegt eins og getnaður hans af Heilögum anda. — Alt saman þetta yrði að afsanna óhrekjanlega og síðan stryka það út, hvað með öðru, úr trúarbók vorri, Nýja testam., til þess að geta, með góðri samvisku, hafnað eingetnaðar trúnni og kenningunni, og fengið aðra til að sleppa henni. — En yrði nú alt þetta forsvaranlega hrakið og strykað út úr Nýja testam., þá mundi það harla mjög fara að rýrna, bæði að stærð og gæðum, og heldur fáum verða að miklum eða varanlegum andlegum og eilífum notum. — Eða hvað haldið þjer? — En hin áslæðan eða orsökin — líklega aðalorsökin — sem jeg finn til afneitunar eingetnaðar trúnni, er einmitl einstæði hennar eða það, hve einstakur og óþektur eingetnaður að öðru leyli er í allri sögu mannlegs lífs hjer á jörð, að ekkert dæmi líkt eða hliðstælt er kunnugt neinsstaðar annarsstaðar frá i mannkynssögunni, enda þótt reyndar eingetnaður sje þek'tur, á svokölluðu lægra stigi, í náttúrunni utan mannlífsins. Aðal orsök fráfallsins frá eingetn- aðar trúnni er því: mannlegt skiln- ingsleysi eða þekkingarleysi og andúð gegn öllu því, sem ekki er þekt nje skilið, eða þá þetta: »Jeg skil ekki; jeg þekki ekki, og get því ekki trúað. Það hlýtur að vera rangt, fyrst jeg skil það ekki og þekki ekkert dæmi annars eins«. En hvað skiljum og þekkjum vjer, hver einn, til hlýtar eða til instu og dýpstu róta? Hver skilur og þekkir sjálfan sig eða aðra menn til fulls, og alt, sem við ber í lífi sínu og annara? Skilur þú eða þekkir allan uppruna þinn eða alt, sem er og gerist í þjer og um þig, frá upphafi til enda? Jeg held ekki. Pó getur þú ekki neitað tilveru þinni

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.