Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 10
166 B J A R M 1 úti, kom þar að, að skríllinn varð leiður á foringja sínum og rak hanu frá völdum, en þá batnaði hagur kristinna manna«. Eftirlitsmaður »Kína Inland Mis- sionarinnar« í Kiangsi, Mr. William Taylor, heíir sagt mjer frá enn nýrri atburðum, er vitna um sigurinn i Kanchow, sem unninn hefir verið fyrir bænheyrslu. Frásögn hans er þannig: »Nokkrar liðsveitir úr Suður- hernum höfðu krafist að hús ungl- ingaskólans í Kanchow væru þeim eftirlátin til notkunar. Mr. Jamieson færðist undan, en hermennirnir fóru sínu fram alt að einu. Kristna fólkið fór þá að biðja fyrir þeim og vitna um Krist á meðal þeirra. Síðustu fregnir herma, að allir liðsforingjarnir hafi tekið sinnaskiftum og að þeir ásamt mönnum sínum hlýði á guðs- þjónustugerð á trúboðsstöðinni. Nýlega kom það og fyrir að lið- sveit kom inn til Mr. Jamieson og foringjar hennar tveir kröfðust þess að kirkjan yröi látin þeim eftir. Jamieson færöist undan sem fyr og sagði að kirkjuna yrði að nota til guðsþjónustuhalds, en foringjarnir vildu ekki láta sjer segjast. Að lokum sagði Mr. Jamieson: »Jeg á ekki þetta hús, sem þið eruð að tala um«. Foringjarnir spurðu þá hver ætti það, en Mr. Jamieson sagði að Guð ætti það. »Segið Guði yðar«, svöruðu þeir, »að við sjeum að gera uppreist gegn honum«. Mr. Jamieson svaraði þá strax: »Jæja, það er best jeg segi honum þetta þegar í stað. Látum oss biðja«. Hann lokaði augunum og baðsl fyrir í viöurvist sveitarinnar, en er hann lauk upp augunum, sá hann að her- mennirnir voru skelkaðir. Foringj- arnir skipuðu nú mönnum sínum að fara, og sjálfir fóru þeir á eftir, er þeir höfðu kvatt kurteislega. Petta var á laugardegi. Daginn eftir voru þessir sömu foringjar við morg- unguðsþjónustu í kirkjunni og er henni lauk komu þeir til trúboðans og afsökuðu kurteislega að þeir hefðu ekki getað verið við bænasamkomu á und- an guðsþjónustunni. í nýkomnu brjefi segir Mr. Jamie- son enn frá tilraun hermanna lil þess að taka kirkjuna af trúboðsmönnum. Hann segir að 100 hermenn hafi komið í þessum erindagerðum, en að þeir hafi gugnað fyrir krafti heilags anda og flúið óttaslegnir. í lýsingu sinni á vakningunni í Kanchow segir Mr. Taylor: Aðalmált sinn fær vakningin á árdegisbæna- samkomum, sem byrjað hefir verið að halda fyrir svo sém ári síðan og haldnar hafa verið daglega síðan. Bænasamkomurnar byrja á morgn- ana kl. 4V2 á sumrin, nokkru síðar á vetrin. Hvernig sem viðrar kemur fólkið til bænagerða. Mr. Jamieson segir að árdegisbænastundirnar »hafi verið meginþátturinn í sáluhjálpar- starfinu«. Útbýtlng Nýja tostamentisins. Samtímis undirróðrinum gegn krist- inni trú í Kina var unnið á hinn bóginn ósleitilega að þyí að dreifa nýja testamenlinu úl um landið. Fje er nú fyrir hendi til þess að prenta 900,000 einlök af nýja testamentinu og þegar er búið að úlbýta eitt til tvö hundruð þúsund eintökum til kristniboða erlendra og klnverskra, og því starfi verður haldið áfram. Kristniboði frá Anhwei sagði mjer nýlega frá 20 ungum mönnum, sem andúð hefðu haft á trúboðinu og truflað hefðu samkómur iðulega. Þeim var gefið nýja testamentið og það hafði þann árangur að þeir breyttu alveg um hátterni, tóku að lesa ritninguna, sóltu bænasamkomur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.