Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 14
170 B J A R M I Handan yfir. iJað er stundum nógu gaman að lesa »Morgun«. í síðasta hefti hans segir Einar Kvaran frá því, að ó- neitanlega sjeu miklar líkur til, að »Vestmannaeyja-Friðrik« sje ekki sá sami og »Öxnafells-Friðrik«, því að skignir menn segi. að »Vestmannaeyja- Friörik« sje með yfirskegg, en hinn skegglaus. »Vestmannaeyja-Friðrik« hefir samt talið sig sömu persónu og sá norð- lenski, en eftir þessu hefir hann þar skrökvað eða »ekki notið sín í sam- bandinu«. Samt eru þeir nafnar í einhverju sambandi, því að taug hefir sjest á milii þeirra! segir Kvaran. Annað er samt enn eftirtektarveið- ara en skeggið: »Öxnafells-Friðrik« er ekki huldumaður, og það, sem Margrjet á Öxnafelli hefir haldið að væri huldufólk, er alt framliðið fólk. »Morgun« segir að miklar líkur sjeu að þessu, og Friðrik sjálfur full- yrðir á miðlafundi, undir umsjón Einars, að þessu sje svo farið. Ekkert minnist »Morgun« þó á, hvernig útskýra megi »huldufólks- kaupstaðinn« við Eyjafjörð og sigl- ingar þangað. En á öðru atriði er merkileg skýring. Margrjet hefir sjeð fólk »með skepnur i dularheimum«, og það kom Einari á óvart, eins og fleirum, að fengist væri við fjárhirð- ingu og fjósmokstur í öðru lifi. En nú er leyst úr þeirii ráðgátu. — »»Friðrik« bjelt því fram (á miðils- fundi), segir Einar Kvaran, »að hún (M. Th.) sæi þetta rjett, framliðnu mennirnir hefðu, eða minsta kosti fyndist að þeir hefðu1') þessar skepnur á þeim sviðum, sem hún sæi«. — Með öörum orðum: framliðnu fólki 1) Leturbreyting mln. S. Á. Gíslason. finst að það sje að hirða skepnur, og Margrjet »sjer hvað því finst!!« »Ja, því segi jeg það: Það er fleira ótrúlegt en að Jónas hafi gleypt hval- inn«, sagði strákurinn! — Raunatölur og ásakanir eru tals- veröar í þessu sama »Morguns«- hefli. Hr. E. H. Kvaran þykir ekki byrlega blása með málefni sín hjer- lendis, sem vonlegt er. þó voru ekki þá komnir til Reykjavíkur dönsku miðlarnir tveir, sem hafa verið að selja Reykvíkingum »dularfull fyrir- brigði«, en »Morgunblaðið«, og ýmsir fleiri, hafa skopast að. — Má búast við að i næsta »Morguns«-hefti verði nýjar raunatölur út af því athæfi. Georg Brandes vjek að því oft þungum orðum síðustu ár æfi sinnar, hve litill árangur væri sjáanlegur af »upplýsingarstarfi« sinu gegn kristin- dómi; margt virtist benda til, að æskumenn Danmerkur, og jafnvel æskumenn Frakklands, sætu sem fast- ast. við trúarbrögðin, rjett eins og Georg Brandes hefði aldrei verið til. — Eitthvað svipað er nú vaknað í huga skáldsins E. H. Kvaran’s. Auð- heyrt er, að hann hefir vonað að fá að standa yfir moldum alls »ófrjáls- lyndis« og »kreddufestu« innan isl. kirkju, en nú sjer hann ýms merki þess, að það, sem hann kallar »kreddur«, ætlar að lifa hann sjálfan, og að fylgismenn þeirra eru óneitan- lega líklegir til að verða áhrifameiri en allir hans andar. — Að sjálfsögðu greiðir hann samt »afturhaldinu« þung högg og stór undir skilnaðinn, — bara honum reynist það ekki vind- högg, — og klappar sinum mönnum blíðlega á vangann, sem enginn skyldi öfunda þá af. Hann segir meðal ann- ars (bls. 117 í »Morgni« þ. á.): »Kandídat er neilað um vigslu vegna einhvers játningar-grundvallar, sem áður hefir verið afneitað. Upp á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.