Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 15
B J A R M I 171 presta og söfnuði er þröngvað barna- lærdómsbók, sem vitanlega er að mjög verulegu leyti, i gersamlegu ó- samræmi við skoðanir biskups sjálfs, en elur og magnar ýmsar þær hug- myndir, sem allir menn með nútíðar- hugsunarhætti telja úreltar. í)etta er lítið sýnishorn af því, hvernig vor ísl. þjóð er nú skift í þessum efnum. Fróðleikurinn, sem út yfir hana var veilt, er að gleymast«. — — Hvað ætli Kvaran hefði sagt, ef hann hefði heyrt mikilsvirtan vin sinn vitna i Helga-kver með lotningu á siðustu prestastefnu? — Annars má minna á, að »nútíðar-hugsunarháttur« er ekkert annað en glamuryrði i þessu sambandi. Margir, og þar á meðal skynsemistrúarmenn á 18. öld, hafa áður notað það um einn og annan »hugsunarhátt«, sem verið var að auglýsa, en reyndist skaðvænn. Sje það rjett, sem E. H. Kvaran óltast, en jeg treysti, að biblíustefnu sje óðum að aukast fylgi vor á meðal, þá er það einkum af því, að hún fullnægir betur trúarþörf fólks en hinar stefnurnar, sem valdið hafa mörgum vonbrigðum. Sundar Singh fær aðfinningar hjá Kvaran fyrir að tala óvirðulega um spíritisma i bók sinni »Livet efter Döden«. Er best að hann svari því sjálfur, því að væntanlega sendir Iívaran honum »Morgun« til leið- beiningar. Eitt undrunarefni Kvaran’s er, að andstæðingar spírilisma skuli hæla þessari bók Sundar Singh’s. Þar get jeg sagt mína ástæðu og sennilega fleiri rnanna: Hjálpræði Jesú Krists, i biblíuleg- um skilningi, hverfur oftast hjá spiri- tistum, en hjá Sundar Singh er það þungamiðja allrar sælu þessa heims og annars. — Væntanlega skilst flest- um, að í augum kristinna manna veldur það afarmiklu, þegar dæmt er um frjeltir úr öðrum heimi. Sadhu Sundar Singh sendir kveðju til íslands. 4. apríl s. 1. skrifaði ritstj. Bjarma til Sundar Singh’s og bað um leyfl til að gefa einhverjar bækur hans út á íslensku. Svar haus, dags. 18. maí, kom 14. júní. Veitir hann fúslega þýðinga- og útgáfu-leyflð með þvi skilyrði, að ágóðanum sje varið lil að efla »the Lords work in your country« (starf Drottins í landi yðar). Ennfremur skrifar hann meðal annars: »Jeg var á leið minni til Tíbet, en veiktist snögglega, svo jeg varð að snúa við. Guðs vilji verði . . . Gjör svo vel að flytja kristnar kveðjur mínar til allra kristinna vina á ís- landi. »Að fórna og verða fórnað, það er vegurinn, sem Meistarinn gekk«. Post. 20, 24. (»En jeg met lífið einskisviröi fyrir sjálfan mig, ef jeg bara má enda skeið mitt og þjónustuna, er jeg tók við af Drottni Jesú, að vitna um fagnaðarerindið um Guðs náð«). Guðs blessun sje með yður og góðu starfi yðar fyrir Meistarann. Með vinsamlegri kristinni kveðju. Yðar í Hans fagnaðarriku þjónustu fSadhuJ Sundar Singh. Prestafundur Múlsýslinga átti að vera um miðjan júlí, en engar fregnir eru þaðan komnar þegar þetta blað er prentað. V e g n a væntanlegra ferðalaga ritstjór- ans er þetta blað prentað 8. júlí. — September-blöðin koma ekki fyr en síð- ast i ágúst.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.