Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 7
B J A R M I 179 tíma og nú á sjer stað, einkum í þeim hjeruðum landsins, sem fjarri eru Reykjavík. Virðist fundinum, að um- sóknartími mætti vera styttri og upp- lestur kjörseðla fari fram heima í hjeraði. 8. Viðhorf við trúmálaágreiningi i landinu. — Flutningsmaður sra Ás- mundur Guðmundsson skólastjóri. Kom fram svohljóðandi tillaga og hún var samþykt: Fundurinn lelur brýna nauðsyn þess, að þeir sem vilja vinna að efl- ingu kristindóms í landi voru, sam- einist um kjarna hans, Krist sjálfan, krossfestan og upprisinn, og fagnað- arerindi hans, en deili sem minst um aukaatriði og síst á ódrengilegan hátt. Skoðanamunur og röksemda- leiðslur geta leitt til bjartara sann- leiksljóss, er bróðurhugur ríkir, eu persónulegar aðdróttanir og getsakir eru óhæfar. 9. Heimilisguðrœkni. Samþykt eft- irfarandi tillaga: Fundurinn felur stjórn deildar Prestafjelagsins i Þingeyjar- og Eyja- fjaröarprófastsdæmum að skrifa kven- íjelögum á deildarsvæðinu og beið- ast aðstoðar þeirra til eflingar heim- ilisguðrækni. Sigurður prófessor Sívertsen og Ásmundur Guðmundsson skólastjóri fluttu sitt kvöldið hvör erindi fyrir almenning i kirkjunni. Síðasta kvöldið voru fundarmenn saman til altaris. Þess er sjerstaklega getið í Degi, að 5. og 6. tillagan hafi verið sam- þykl »í einu’ hljóði«, en hvergi er þess getið hvort ágreiningur hafi ver- ið um hinar tillögurnar. II. ' Prestafnndurinn á Anstarlandi. Blaðið íslendingur flytur svohljóð- andi skýrslu um hann 20. júli s. 1.: »Eins og mönnum mun kunnugt, var haldinn í fyrra sumar prestafundur fyrir bæði Múlaprófastsdæmin. Pótti hann takast vel og ákváðu því fundar- menn að halda fund aftur að ári liðnu. Sá fundur var haldinn að Eiðum 13. —16. júlí og var hann jafnframt fyrsta daginn hjeraðsfundur fyrir pró- fastsdæmin. Niu prestvígðir menn úr þeim sóttu hann auk Sigurðar prófes- sors Sívertsens, sem beðinn hafði verið að koma austur og taka þátt í fundarstörfunum, enn fremur einn guðfræðinemi og 8 safnaðarfulltrúar. Fundurinn hófst með guðsþjón- ustu, sra Jón prófastur Guðmunds- son prjedikaði, en sra Jakoh Ein- arsson var fyrir altari. Að lokinni messugerð flutti Sigurður prófessor erindi um ástand kirknanna á Norð- urlöndum. Út af því hófust umræð- ur og snerust þær einkum um sam- starf presta og leikmanna í vorri kirkju. Umræður urðu fjörugar, enda var margt fólk í kirkju, þó á virk- um degi væri. Mest áhersla var lögð á það, að efla heimilisguðrækni og að hlúa sem best að guðsþjónustunni i kirkjunni. Mörg mál voru rædd. Eitt hið merkasta var stofnun barna- heimilis á Austurlandi (framsögu- maður Ásmundur Guðmundsson). Var samþykt í einu hljóði tillaga, sem hjer segir: »»Fundurinn telur mikla nauðsyn þess, að barnaheimili verði stofnað á Austurlandi fyrir bágstödd börn, og heitir á alla presta í Múlapró- fastsdæmum að hefja fjársöfnun í því markmiði og biður jafnframt hrepps- fjelög, kvenfjelög og kennara og aðra góða menn að styðja hana. Hárra fjárframlaga verður ekki vænst af hverjum einstökum á þeim kreppu- tímurn, sem nú standa yfir, en al- menns stuðnings. Deild Prestafjelags- ins í Múlaprófastsdæmum veitir fjenu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.