Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 13
B J A R M I 185 inn í borgina. Clark fór með vin sinn i þann bluta borgarinnar, þar sem bann hafði aldrei komið áður. Þeir gengu inn í lítinn samkomusal, en á báðar hendur voru tveir stórir salir. Þarna tóku þeir sjer sæti meðal fjölda fólks, karla og kvenna, því að salur- inn var troðfullur. Alt þetta fólk bar það með sjer, að það væri »sorp mannfjelagsins«, svo að Hardy hvísl- aði að Clark: »Hvaða hola er það, sem þú ert búinn að draga mig inn í? Það er eins og öll afhrök veraldar sjeu hjer saman komin«. »Það er svo«, svaraði Clark stutt- lega. Þegar fundarstjóri var búinn að syngja sálm og hiðja stutta bæn, þá gekk fram maður einn hár og digur og tók til máls með þrumandi röddu. Hann talaði til þessara týndu karla og kvenna; mál hans rann i stríð- um straumi og var sem fossniður á að heyra. Hann sárbændi þá, hann lagði að þeim, hann skipaði þeim að snúa sjer til Guðs. Þegar hann hafði lokið máli sínu, þá gengu tuttugu menn fram úr hópnum. Stóri maðurinn kraup þá á knje og bað þá fyrir þeim með svo hjartanlega blíðum bænarrómi, að tárin læddust fram í augun á Hardy. Þeir Clark gengu nú út á götuna. »Já, jeg skal kannast við það«, svaraði Hardy, að jeg er búinn að sjá merkilega sjón og heyra gagn- orða afturhvarfsprjedikun en hvar er kraftaverkið? Það hefi eg ekki sjeð«. í*á mælti Clark: »Fyrir níu mán- uðum var þessi maður sem þú heyrðir tala, forsprakki i hverskonar fjárhættuspilum og rummungsþjófur, og sex sinnum hefir hann verið sett- ur í ríkisfangelsið fyrir ódáðir. Öllum sínum fjármunum hefir hann eytt í drykkjusvalli og glæpalifnaði, en nú stundar hann heiðarlega iðn; allar sínar gömlu venjur hefir hann lagt niður, og nú ver hann hverri tóm- stund frá vinnu sinni til að bjarga týndum mannskepnum. Nú er hann guðrækinn og bænrækinn maður. Nú fuliyrði jeg, að þessi maður sje ljóst og lifandi kraftaverk nútímans, engu minna kraftaverk en þau, sem Kristur gerði á holdsvislardögum sin- um. Gat nú nokkuð annað en yfir- náttúrlegur, guðlegur kraftur gert þennan taumlausa svallara og ódáða- mann það sem hann er nú á þessu kvöldi?« Hary þagði við þessari spurningu um stund, en síðan sagði hann: bÞú hefir rjett fyrir þjer. Maður- inn er bersýoilegt kraftaverk, eins og hann er nú. Nú skal jeg aldrei framar vera vantrúaður á það, að kraftaverk gerist enn í dag«. Að svo mæltu skildu þeir vinirnir, samrýmdari en nokkru sinni áður. B. J. ísl. Ný bók. J sköla trúarinnar. Minningarrit um Ólafíu Jóhannsdóttur, 10 arkir, verð 3 kr. 50 aura, í Ameríku 1 dollar. lítg. S. Á. Gíslason. — Sem kunnugt mun flestum lesendum Bjarma, nær æfisagan „Frú myrkri til l jóss“, sem Ólafía Jóhannsdóttir skrifaði sjálf, ekki nema til ársloka 1903. Hún ætl- aði að skrifa aðra bók um dvöl sína og starf í Noregi og átti að heita: í skóla trúarinnar, en starfskraftar hennar entust ekki lil þess. Af því að jeg hafði átt stöðugt brjefaskifti við hana meðan hún var í Noregi og var mörgum íslendingum kunnugri um hagi hennar þar í landi, fanst mjer skylt að reyna að b:ela dálítið upp að hún gat ekki sjálf sagt frá þessum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.