Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 16
188 B .1 A R M I Erlendis Vellaunað uppeldi. Papúar er byggja smáeyjar austan við syðsta skaga Nýu-Guineu, mæla á tungu er Dobú heitir; er öli biblían a veg nýprentuð á peirri tungu að tilhlutun bretska biblíufjelags- ins. Dr, Bromilow heitir kristniboðinn, sem mest hefir unnið að þeirri þýðingu, en hefir haft ágætan þarlendan aðstoðar- rnann við verkið. Pegar dr. Bromilow og kona hans stigu í fyrsta sinu á land á suðurodda Nýu-Guineu, varð þeim starsýnt á lík- fylgd, er fram hjá fór. Pað var verið að flytja konulík til iíkbrenslu, en við líkið var bundinn ungur sveinn, sonur kon- unnar dánu, og skyldi hann breunast lif- andi með móður sinni asvo að útförin yrði veglegri«, og til þess að enginn þyrfti að annast barnið. Frú Bromilow blöskr- aði svo þessi sjón að hún hljóp sem fætur toguðu, náði líkfylgdinni og fjekk því ti! vegar komið að sveinninn var leystur frá líkinu gegn því að þau .hjón- in lofuðu að annast uppeldi hans. Nú er hann orðinn velmentaður kristinn mað- ur og hefir annast biblíuþýðinguna með fósturfóóur sínum. íHver var þ a ð, sem leiðbeindi Moody prjedikaranum heimsfræga, til frelsarans?« spurði Gipsy Smitb, og Ame- ríku-blöð endurlóku spurninguna. S. G. Weawer, starfsmaður við blaöiö »Ghristi- an Herold«, svaraði þvísvo: Harry Moor- house hitti Moody í Chicago og leið- beindi honum til Krists, en áöur var hann ákveðinn únítari. Richard Weawer hafði verið leiðsögumaður Moorhouse til lifandi trúar, en sína trú þakkaði hann aftur móður sinni, er bað um aflurhvarf hans í 22 ár. En hverju þeirra er þá mest að þakka að Moody gerðist læri- sveinn Krists og jók síðan lærisveina- hópinu um margar þúsnndir? Loyd George, fyrverandi forsælis- ráðherra Englands, var fundarstjóri og ræðumaður á ársfundi »Nýlendu-kristni- boðsfjelagsins« í »City-Temple« í Lund- únum í vor sem leið. Lady Astor, þing- kona, og fleiri ensk stórmenni flultu er- indi á þeim fundi, eins og raunar títt er á ársfundum kristniboðsfjelaga — þar í landi. Á ársfundi kristilegs fjelags lögreglu- manna í Lundúnum liöið vor flutti t. d. ungfrú Chrístabel Pankhurst erindi, en áður gekk hún með móður sinni oft og einatt í berhögg við lögregluna, er þær mæðgur voru að berjast fyrir jafnrjetti kvenna. Kveðja vestan um haf. — Á kirkjuþingi Hins evangel -lút. kirkjufjelags íslendinga í Vesturheimi liðið vor var eftirfarandi yfirlýsing samþykt i einu hljóði, og síðan send biskup þjóðkirkju vorrar ásamt vinsamlegri kveðju frá skrifara kirkjufjelagsins, sra Jóhanni Bjarnasyni í Árborg: »Kirkjuþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að samúð heíir aukist á síðari árum á milli þjóðkirkju íslands og kirkjufje- lagsins. Óskar kirkjuþingið þess, að sem mest vinátta sje jafnan milli þessara tveggja deilda íslenskrar-lúterksrar kristni. Biður þingið blessunar Drottins yfir móðurkirkjuna íslensku og tjáir henni ást sína og virðingu«. Áfengissmygl. Sir Brodvick Hart- well, þingmaður í efri málstofu Breta, er sem fleiri fjelagar hans, áhugamaður um át'engisgróöa. Fyrir tveim árum stofnaði hann hlutaíjelag í því göfuga augnamiði að selja ameriskum smyglurum enskt »whisky«. Hann hjet hluthöfum að þeir skyldu fá minsta kosti 40°/o ágóða af hlut- um sínum, og ýmsir gróðainenn hröðuðu sjer að kaupa hlutabrjefin. En þeir höfðu ekki búist við að eftir- litið mundi vaxa með ári hverju, og þegar fregnir bárust um að hvert smygl- skipiö á fætur öðru hefði verið hertekið fóru þeir að verða óþolinmóðir eftir gróðanum, sem aldrei kom. Nú er fjelag- ið orðið gjaldþrota og alt hlutafjeð horflð og var það þó hvorki meira nje minna en talsvert á 6. miljón íslenskra króna. (236000 pund sterlingj. Krímerlii. Jeg kaupi ekki ðnnur frímerki en íslensk, svo að ekki er til neins að send mjer erlend frímerki. Verðlista yfir notuð ísl. frjmerki sendi jeg hverjum sem um það biður. Gísli Sigurbjörnsson. Box 62. Reykjavík. Útgefandi: Signrbjörn Á. Gfslusou. Prentsraiðjan Gutenbcrg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.