Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 1
BJARMI == KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXI. árg. Reykjavík, 15. sept. 1927 25. tbl. „Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa“. — Matt. 5,, 5. Mahatma Gandhi.1) Einkennilegasti stjórnmálamaður, sem nit er uppi, er Indverji og heitir fullu nafni Móhamda Karamchand Gandhi. Landar hans kalla hann Mahátmá, (»hin mikla sál«), mesta virðingarnafni, sem tunga þeirra á til í eigu sinni. Aldrei hefir hann »komist á þing«, og því síður orðið ráðherra, en hefir þó haft víðtækari stjórnmálaáhrif hjá þjóð sinni, en nokkur annar landi hans. Áhrifa hans gætir jafnframt mjög á trúmálasviðinu, og því þykir hlýða að segja hjer dálítið frá hon- um, — enda skilst mönnum þá bet- ur það sem síðar kann að verða sagt hjer í blaðinu [um kristindómshorfur á Indlandi. Gandhi fæddisl 2. október 1869 í bænum Porbandar norðvestan til á Indlandi. Er þar litið ríki, sjálfstætt að nokkru og þjóðin herská. Faðir hans og afi höfðu báðir verið for- sætisráðherrar um hríð hjá þjóð sinni, en orðið að sleppa völdum og með naumindum bjargað lifi sínu vegna sjálfstæðisstefnu sinnar. Foreldrar hans voru Jaina (frb. Djæna) trúar; er það tiltölulega fámennur sjertrúar- 1) Mynd hans, tekin áður en hann hætti við klæðnað vestrænna þjóða, var í blaðinu 15. ág. s.l., en grein þessi hefir beðið vegna þrengsla. Maliá = stór, almá = sál. flokkur á Indlandi, og trú hans skyld Búddhatrú. Móðir Gandhis var trú- rækin mjög, en á skólaárunum blöskr- aði Gandhi svo hjáguðadýrkun almenn- ings, að hann kvaðst um hríð hafa gjörst guðleysingi og drýgt einu sinni með fjelögum sínum þá viðbjóðsleg- ustu synd, sem Hindúar þekkja, og það var — að borða kjöt. Tólf ára gamall kvongaðist hann, en 19 ára gamall fór hann til Eng- lands til að ljúka lögfræðisnámi. Að- ur en hann fór, gjörði hann móður sinni hin helgu heit Jainatrúar: að snerta hvorki vín, kjöt nje konur Þrjú ár var hann í Englandi (1888 — 1891), og kyntist þó litið kristindómi Að vísu var honum gefin þar biblía, en hann las aldrei nema fáeina fyrstu kapitulana í I. Mósebók. Óyndi sótti á hann, og helsta dægrastyttingin var að lesa fornhelgar bækur Indverja. Fjekk hann hina mestu ást á þeim og feðratrú sinni, er heimþráin gylti ; á ýmsa lund. Árið 1891 kom hann heim aftur og gjörðist hæstarjettarlögmaður í Bom- bay. Tveim árum siðar fór hann til Suður-Afríku, hafði tekið að sjer mál, er álti að rekast í Pretóríu. — Um það leyti voru um 150,000 Indverjar komnir í lönd Englendinga og Hol- lendinga i Suðnr-Afríku, aðallega í atvinnuleit, en voru óvinsælir mjög hjá livítum mönnum þar syðra. Hvítu verkafólki þótti þeir setja niður kaup- ið fyrir sjer, og bændum þótti þeir of ágjarnir við jarðakaup. Stjórn og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.