Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 2
190 BJARMl þing dró tauin Norðurálfumanna, og var því Indverjum sýndur hinn mesti ójöfnuður tii að flæma þá brott. Gandhi var alveg ókunnugt um þetta, er hann kom þanga.ð, og hafði í Englandi átt fullri sanngirni að mæta. Honum brá þvi mjög í brún, er Englendingar í Natal, og þó eink- um Búar í Transvaal, svívirtu hann, sem aðra Indverja, á ýmsar lundir. Gistihús vísuðu honum á dyr, í eim- lestum fjekk hann ekki annað en sóðalegustu klefa, og hver uppskafn- ingur hvítur þóttist mega reka hon- um utan undir, ef hann varð á vegi hans. þegar hann rakst á kirkju þar sem auglýst var við dyrnar. »Asíumönn- um er bannað að koma inn«. Pá hugsaði hann: »Þeir hafa þá gleymt að höfundur trúar þeirra, Kristur var frá Asíu, eða þykir þeim ekki nóg að auglýsa í verki að þeir haíi úthýst honum?« Hefði Gandhi ekki verið bundinn föslum samningi heilt ár við mála- færslustörf, hefði hann fljótlega horf- ið heim aftur. Práði hann mjög að losna sem fyrst úr þessum auðmýkt- arskóla, en þegar árið var liðið, knúði samviskan og þjóðræltnin hann til að sitja kyr. Um það leyti var verið að undirbúa í Suður-Afríku ríkjunum lagaákvæði, er settu aðkomna Asíu- menn á bekk með Hottentottum, eða gjörðu þá alveg rjettlausa gagnvart hvítum mönnum. Gátu þessir Asíu- menn ekki rönd við reist, því að þeir voru ílestir efnalitlir, kjarklitlir og lítt mentir, en um fram alt alveg foringjalausir. Og þá var það að Gandhi settist aftur, og gjörðist for- ingi landa sinna til að berjast fyrir mannrjettindum þeirra. Hann kvaddi þá saman á þing, safnaði undirskrift- um þeirra á mótmælaskjöl, slofnaði menningarfjelag, og indverskarbænda- nýlendur, gaf út blað á ensku og þrem indverskum málum, slepti öll- um málafærslustörfum, nema fyrir efnalausa landa sína, og gaf eigur sínar þeim til hjálpar. Skrifaðist hann á við Tolstoy, rússneska skáldið góð- kunna, um þær mundir og kvaðst margt gott hafa lært af honum. Landar Gandhis flyktust að hon- um, og hlýddu ráðum hans, en það vald sitt notaði hann til að kenna þeim alveg einstæða þjóðernisbaráttu: »Gjaldið aldrei ilt með illu, forðist alt ofbeldi, en dragið ykkur í hlje og farið heldur fúsir í fangelsi, en að hlýða ranglátum lögum«. t*að voru aðalráð hans. Helir sú stefna verið nefnd »ofbeldislausa andstaðan«, en Gandhi kallar hana með indversku nafni: »Satyagraha«, (Sannleikurinn sigrar með kærleika og fórnfýsi). Meðal annars kom þessi »andstaða« fram í því að þúsundir indverskra verkamanna gengu úr vistum hjá ríkinu og öðrum ósanngjörnum hús- bændum, en settu á stofn indverskan sveitabúskap í líttbygðum hjeruðum. Ríkisrekstur og verksmiðjurekstur biðu viö það stórtjón. Gandhi ráölagði löndum sinum að neita að greiða alla »refsiskatla«, var þeim þá varpað i fangelsi þúsundum saman og Gandhi sjálfur svívirtur og og grýttur af skrilnum og margoft handtekinn af yfivöldunum. En hann bar það með jafnaðargeði; og í hvert skifti sem ríkið var í hættu, sneri hann því til aðstoðar. í ófriðnum við Búa stofnaði hann 2 indverskar rauðakrossdeildir, er fengu mikið hrós, og þegar uppreisnin var í Natal 1906, studdi hjúkrunardeild hans Englend- inga svo rækilega að stjórnin í Nalal þakkaði honum opinberlega. Samt gekk jafnrjettisbaráltan mjög eríiðlega. Var Smuts, Búahershöfðing- inn alkunni, er síðar gerðist æðsta

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.