Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I 193 úrvalsmennirnir þeirri stefnu áfram, að óhlýðnast opinberlega ranglátum fyrirskipunum og bera allar afleið- ingar þess með jafnaðargeði, og verð- ur talsvert ágengt á þann hátt. Sem lítið dæmi mælti nefna, að í einni indversku borginni var sjálfstæðis- mönnum fyrirboðið að fara með fána sina yfir brú, inn í útlendingahverfið. Þeir tilkyntu lögreglussjóra borgar- innar að þeir ætluðu ekki að hlýða þessu og spurðu um leið hve marga hann gæti látið taka fasta í einu án þess nokkurt upphlaup yrði. Lög- reglustjóri svaraði: »25«. »Jæja, þá komum við 25 á dag«, var svarið. Og svo hjeldu þeir áfram að koma 25 daglega uns búið var að taka 1200 fasta, — þá ijetu yfirvöldin undan. Engir þessara manna höfðu tekið kristna trú, og fátt máltu þeir taka með sjer í fangelsið, en langílestir voru þeir með Nýja-teslamentið í vasanum. Og er þá komið að því aðalatriði hvað öll þessi einstæða baráttuað- ferð kemur trúmálum við. Gandhi hefir ekki tekið kristna trú, en oft segir hann opinberlega að hann hafi lært meira af Kristi en nokkrum öðrum trúarbragðahöfundi, þolgæði í ofsóknum og kærleiki til óvina komi hvergi eins vel í ijós og í Nýja-testamentinu. Alþjóð vissi að hann las mikið í Nýja-testamentinu meðan hann sat í fangelsinu, og því laka áhangendur hans það einnig með sjer þangað. Einhverju sinni kom mannfjöldi saman á járnbraut- arstöð og bað Gandhi að flylja ræðu meðan lestin, sem hann var með, nam þar staðar. Gandhi kom fram á pallinn og las upp byrjunina á fjallræðunni úr Mattheusarguðspjalli, og bælti því einu við, að belri ræðu gæti hann ekki ílutt og betri ósk ætti hann ekki en að áheyrendurnir breyltu eftir þeim orðum. Margoft vitnar hann til orða Krists í ræðum sínum og minnir á að krossinn hafi sigrað eða sannur sigur komi helst eftir »ósigur á Golgata«. Hefir hann með því brotið á bak aftur ótal lileypi- dóma æðstu stjetta Indlands gegn kristinni trú. — Ber öllum saman um að aldrei fyrri hafi þeim stjett- um verið jafnljúft að heyra talað um Krist eins og þessu síðustu ár. Langt mál mætti skrifa uin skoð- un Gandhis að öðru leyti bæði á trúmálum og uppeldismálum. En þar kemur víða fram svo indverskur hugsunarháttur, að ekki er til neins að minnast á það lauslega. Að Gandhi skuli t. d. telja dómara, lækna og kennara varasömustu aðkomustjettir á Indlandi, að hann skuli reyna að verja dýrkun kýrinnar, og stjetla- skiftinguna indversku, þóft sjálfur hafi tekið fósturdóttur af lægsla stig- um, — það og margt fleira er ekki unt að útskýra nema með löngu máli, sem hjer er ekki rúm fyrir. Vinur smælingjanna er hann jafn- an í orði og verki. Tekur hann oft málstað kvenna, sem áttu við hörmu- leg kjör að búa á Indlandi, og eins segir hann löndum sinum til synd- anna út af framkomu þeirra við »þá ósnerlanlegu«, Paríana, sem taldir eru neðar öllum »stjettum«, og svo »óhreinir«, að ekki má skuggi þeirra falla á aðra menn, og synd og nið- urlæging að koma við þá. 60 milj- ónir eiga við slík kjör að búa. Gandhi telur það smánarblett á þjóð- lifinu, og í rauninni vonlaust um, að þjóðin nái jafnrjetti við hvíta menn, fyr en Paríar fái mannrjettindi innan lands. Hroki hvítra manna gagnvart Indverjum sje makleg málagjöld íyrir hroka æðri stjetta gagnvart Paríum, segir Gandhi. Að lokum skulu nefndar tvær bæk

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.