Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 7
B J A R M I 195 íslenski kristniboðinn í Japan. Jeg hjet ferðasögu frá Japan og ætla ekki að gleyma því. En nú finst mjer að jeg fyrst og fremst verði að segja frá íslenska kristni- boðanum í Japan, starfi hans og starfskjörum þar. Hefir sáralítið ver- ið um það skrifað til íslands. Býst jeg því við að línur þessar verði kærkomnar þeim kristniboðsvinum heima a. m. k., sem ekki lesa »Sam- eininguna«. í sumarleyíinu okkar hjónanna í fyrra höfðum við í hyggju að heim- sækja íslensku kristniboðshjónin í Japan. En við hættum við það vegna þess, að í það ferðalag hefði farið eins langur tími og hjeðan til íslands, aðra leiðina a. m. k., og svo horfðum við í kostnaðinn. Nú var öðru máli að gegna, úr því við vorurn komin til Shanghai hvort sem var. Við lögðum á stað frá Shanghai 19. maí, með japönsku eimskipi. Leið okkur eins vel á þriðja farrými og nokkrum getur liðið á fyrsta, enda voru líka farþegar fáir, og veður indælt. Sæbraltar strendur, skógi klæddar eyjar, mjó sund og iaDgir firðir, koma þjer eins og gamlir kunningjar fyrir sjónir og bjóða þig velkominn til Nippon, — Sóleyjar. Mun Japan vera eitt af allra fegurstu löndum heimsins. Frá Nagasaki, þeim bæ í Japan, sem er næslur Kína, er ekki nema 5 tíma hraðlestar-akstur til Kurumc. Síra Octavius Thorlaksson mælti okkur á næstsiðustu járnbrautarstöð- inni. En í Kurume vorum við um kvöldið, 20. maí. Kurume er allslór iðnaðarbær, (íb. 72 þús), á miðri Kyushu, sem er syðst japönsku eyjanna. — G ár eru liðin siðan jeg heimsótti íslensku kristniboðshjónin í Japan í fyrra skiftið. En þá voru þau í Nagoya, stórum bæ á aðal eynni (Hondo) norðarlega. Síðan þau komu til Japan 1916 hafa þau farið heim lil Canada einu sinni, dvöldu þar þá tveggja ára tíma. Væri óskandi að þeim hefði gefist kostur á að heimsækja ísland, en þangað hafa þau aldrei komið. Síðan þau komu að heiman aftur, fyrir tveim árum, hafa þau unnið i Kurume. Danskur kristniboði frá Ameríku, sra. Winther, (sá er ritaði greinipa um Pál Kanamori, sem nýverið stóð i Bjarma), hóf trúboð í Kurume árið 1901. 25 ára afmæli safnaðarins þar var hátíðlegt haldið nokluu áður en. við komum. Safnaðarmeðlimir eru nú ura 80. Mikil og hljómfögur klukka var lálin í kirkjuturninn á afmælis- hátíðinni, í þakklætis- og minningar- skyni. Töluverð hreyfing hefir komist á síðan síra Octavius kom þangað. Tala altarisgesta tvöfaldaðist sl. ár og kirkjusókn liefir aukist um helming. Heita má að kristniboðinn helgi safnaðarstarhnu í Iíurume alla sína krafta. En það miðar fyrst og fremst að andlegu og efnalegu sjálfstæði safnaðarins. Japanskan aðstoðarprest mun hann fá í náinni íramtíð, er full þörf á þvi. Tvær samkoinur eru haldnar á sunnudögum. Sunnudaga- skólinn er í miklum blóma. Á mið- vikudagskvöldum er bænasamkoma. Föstudagskvöldum er varið til að undirbúa lærlinga undir skírn og fermingu. En á fimtudagskvöldum veitir kristniboðinn tilsögu í kristnum fræðum á þeim heiðnu lieimilum, sem þess æskja. Á meðan við vorum í Kurume, held jeg varla að liðið hafi | svo dagur, að kristniboðinn heim-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.