Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.09.1927, Blaðsíða 8
196 B J A R M 1 sækti ekki bæði lærlinga og safnaðar- meðlimi Er síra Octavius einstaklega áhugasamur og duglegur kristniboði, og verður eflaust mikið ágengt. Eftirlit veitir síra Octavius safnað- arstarfi í tveim öðrum bæjum, Amagi og Hita. En á þeim stöðum báðum eru japanskir prestar. þangað ekur kristniboðinn í bifreið, sem kristni- boðsvinir í Canada útveguðu honum. Heimsóttum við báða þessa staði Hita er einn sá alira fegursti staður sem jeg hefi sjeð 1 Japan. Jeg er eini íslendingurinn, sem hef átt þvi láni að fagna að heimsækja islensku kristniboðshjónin í Japan o£ kynnast starfi þeirra nákvæmlega. Tvo heitustu sumarmánuðina erum við hjá þeim, í sumarbústað þeirra að Nojiri, á Hondo, nokkru norðar en Tokyo. Fyrir þenna ógleymanlega indæla dvalartíma í Japan, fáum við þeim hjónunum aldrei fullþakkað. Kasiwabara. 15 Zake Napri, Japan. 25. júli 1927 Óla/ur Ólafsson. rr.............. .....................................^ Hvaðanæfa. Heima. Hjálpræðisherinn kom hingað frá Danmörku árið 1895. Fyrstu foringjarnir voru tveir: Eriksen danskur, og f*or- steinn Daviðsson íslenskur, ágætir menn báðir. IIIa var þeini tekið af mörgum, og pó vöknuðu tiltölulega flestir við starf Hersins pau árin, sem hann var mest iítilsvirtur af almenningi — Lítilsvirð- ingin er horíin; gistihæli Hersins eru vin- sæl og fjölsótt, einnig par sem sárfáir sinna andlegu starfi lians. — Öll pessi ár hefir Hjálpræðisherinn lotið Hernum í Daumörku, verið sem cin grcin hans, og aðalforingjarnir langfleslir vcrið danskir. Hafa peir fiestir eða allir verið áhuga- menn, en tungan hefir valdið ýmsum erfiðleikum. Pá, sem sjeð hafa um út- gáfu blaöanna og sálmakveranna, hafa æði oft skort næga þekkingu á íslenskri braglist, og því er margt af sálmunum svo úr garði gert að óhugsandi er að peir verði kærir mentuðum íslendingum. —- Sömuleiðis hefir sú venja komist á, að vera sí og æ að túlka ræður foringjanna dönsku, á islensku, til stórleiðinda þeim, er dönsku skilja, og engum lil blessunar, því að oft eru túlkarnir í meira lagi klaufalegir og hafa sumir vanið sig á hreinasta hrognamál. Er pað raunalegt, pví að fórnfýsi og trúardjörfung eiga þeir oft miklu meiri en hinir, sem brosa að málleysunum. Erfiður hefir jarövegur- inn verið, margir hafa að vísu gefið til líknarstarfs Hersins, en hinsvegar mun hann hvergi i neinu landi hafa jafnfáa meðlimi eftir fult 30 ára starf sem á ís- landi, og einkum hafa sárfáir íslendingar orðið foringjar í Hernum. Nú eru pær breytingar að komast á, að Herstarfið á íslandi fer undan yílr- stjórn Dana. Síðasti danski yfirforinginn, Kr. Johnsen, sem mörgum er góðkunnur um alt land, fer til Danmerkur, en í hans stað tekur við Árni Jóhannesson, ættaður úr Hafnarfirði en hefir verið flokksforingi í Danmörku í mörg ár. Jafnframt hættir starfið hjer að lúta Dönum, en hverfur undir Breta pannig pó, að yfirforingi Hersins á Skotlandi verður jafnframt tilsjónarmaður Hersins á tslandi. Pætti mjer ekki óliklegt að sú breyting sje að einhverju leyti Árna Jó- hannessym að þakka, enda kemur hann frá Englandi til ísla.nds. Hinsvegar er mjer ekki ljóst hversvegna íslandsdeildin getur ekki staðið sjálfstæð í beinu sam- bandi við höfuðstöövarnar í Lundúnum, en parf endilega að lúta yfirstjórninni í Skollandi á leiðinni til Lundúna. Bjarmi býður nýja foringjann velkom- inn, en þakkar jafnframt peim, er fóru, fyrir öll sáðkorn guðsrikis, sem þeir liafa reynt að gróðursetja hjá þjóðinni, sem margoft misskildi það sem síst skyldi. Úlgefandi: Sigrurbjörn Á. Gíslason. Prcntsmiðjan Gulenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.