Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXI. árg. Reykjavíb, 1. obt. 1927. 26. tbl. „Rjettlælið upphefur íólkiö, en syndin er þjóðanna skömm". Pjdöarvakniag ír þjóðarlöstum. Umbótabyltingar á andlega sviðinu eru oft kaliaðar vakningar á vorum dögum. Bókmentavakningar og þjóð- ernisvakningu kannast flestir við og þykir vænt um þær. Hefðu þær al- drei komið til lands vors, væri land vort fylki framandi lands og þjóð- ernið liklega glatað. En þjóðarvel- ferð er saml i veði nema trúarleg og siðferðileg vakning sjeu samhliða hiaum. Þær hafa ekki verið það vor á meðal, og enn eru margir svo blind- ir, að þeir halda að trúarvakningu hljóti að fylgja öfgar og vitleysa, og siðferðileg vakning sje henni óvið- komandi. Reynsla allra þjóða sannar þó, að þegar verulegt los kemur á trúmálin svo að almenningur varpar frá sjer feðratrú og fær enga ákveðna trú í staðinn, þá losnar um ótal ill öfl í þjóðlífinu til æfitjóns fjölmörgum ein- staklingum, og til glötunar heilum þjóðum — stundum. Fyrir fáum árum var t. d. fjöl- ment þing uppeldisleiðtoga og trú- málamanna haldið í Japan til að ræða slik vandamál. Unga fólkið hafði unnvörpum mist feðratrú sina við lestur vestrænna bóka, og enga trú fengið aftur aðra en þá, »að njóta líðandi stundar«. — Það vita fleiri en kristnir menn að þá er morgun- dagurinn glataður og þjóðarframtíð í veði. Vafalaust lamar einnig trúarhringl- ið á voru landi ábyrgðartilfinningu margra manna, enda þótt forgÖDgu- göngumenn þess hringls hafi ekki ætlast til þess. Pað eru ekki þeir, sem einhverja »nýja trú« taka, sem sem þar eru helzt í hættu; sje þeim trúin alvörumál, verður það þeim siðgæðisstyrkur, hvatning til að sýna i verki göfgi trúar sinnar. En hinir sem ekki lærist annað en vantraust- ið á feðratrú, verða hverri freistingu að bráð — iangoftast, og þeir eru oftast miklu fleiri en hinir, sem »nýju trúna« taka. Varla er við þvi að búast að »á- byrgðarmennirnir« kannist við þetta, því að »blindur er hver í sjálfs síns sök«. — En um hitt ætti ekki að vera ágreiningur, að siðferðisskortur er tiifinDaDlegur orðinn á mörgum sviðum hjá þjóð vorri, og meir en lítil ástæða fyrir alla sanna ættjarð- arvini að vinna að siðferðislegri vakningu með þjóðinni. Ekki er það vandalaust að tala um þau efni svo nokkurt gagn sje að. Óhjákvæmilegl er að jnefna lestina fullum nöfnum, til að brýna vand- aða menn til að berjast gegn þeim, en hjá fámennri þjóðgmá -alt af bú- ast við að þá haldi sumir að verið sje að höggva eftir einhverjum vanda- mönnum sinum, og persónuleg gremja komi í stað vandlætingar, Pó er enn eríiðara að skrifajen tala um þessi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.