Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1927, Page 1

Bjarmi - 01.10.1927, Page 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXI. árg. lleykjiiTík, 1. okt. 1927. 26. tbl. „Rjettlætið upphefur fólkið, en syndin er þjóðanna skömm“. PjóðarvataiDi ór þjoðarlöstum. Umbótabyltingar á andlega sviðinu eru oft kallaðar vakningar á vorum dögum. Bókmentavakningar og þjóð- ernisvakningu kannast flestir við og þykir vænt um þær. Hefðu þær al- drei komið til lands vors, væri land vort fylki framandi lands og þjóð- ernið líklega glatað. En þjóðarvel- ferð er samt í veði nema trúarleg og siðferðileg vakning sjeu samhliða hinum. Þær hafa ekki verið það vor á meðal, og enn eru margir svo blind- ir, að þeir halda að trúarvakningu hljóti að fylgja öfgar og vitleysa, og siðferðileg vakning sje henni óvið- komandi. Reynsla allra þjóða sannar þó, að þegar verulegt los kemur á trúmálin svo að almenningur varpar frá sjer feðratrú og fær enga ákveðna trú i staðinn, þá losnar um ótal ill öfl í þjóðlífinu til æfitjóns fjölmörgum ein- staklingum, og til glötunar heilum þjóðum — slundum. Fyrir fáum árum var t. d. fjöl- ment þing uppeldisleiðloga og trú- málamanna haldið í Japan til að ræða slík vandamál. Unga fólkið hafði unnvörpum mist feðratrú sina við lestur vestrænna bóka, og enga trú fengið aftur aðra en þá, »að njóta líðandi stundar«. — Rað vita fleiri en kristnir menn að þá er morgun- dagurinn glataður og þjóðarframtíð í veði. Vafalaust lamar einnig trúarhringl- ið á voru landi ábyrgðartilfinningu margra manna, enda þótt forgÖDgu- göngumenn þess hringls hafi ekki ætlast til þess. Það eru ekki þeir, sem einhverja »nýja trú« taka, sem sem þar eru helzt í hættu; sje þeim trúin alvörumál, verður það þeim siðgæðisstyrkur, hvatning til að sýna í verki göfgi trúar sinnar. En hinir sem ekki lærist annað en vantraust- ið á feðratrú, verða hverri freistingu að bráð — langoftast, og þeir eru oftast miklu fleiri en hinir, sem »nýju trúna« taka. Varla er við því að búast að »á- byrgðarmennirnir« kannist við þetta, því að »blindur er hver í sjálfs síns sök«. — En um hitt ætti ekki að vera ágreiningur, að siðferðisskortur er tilfinnanlegur orðinn á mörgum sviðum hjá þjóð vorri, og meir en lítil ástæða fyrir alla sanna ættjarð- arvini að vinna að siðferðislegri vakningu með þjóöinni. Ekki er það vandalaust að tala um þau efni svo nokkurt gagn sje að. Óhjákvæmilegl er að |nefna lestina fullum nöfnum, til að brýna vand- aða menn til að berjast gegn þeim, en hjá fámennri þjóðgmá -alt af bú- ast við að þá haldi sumir að veriö sje að höggva eftir einhverjum vanda- mönnum sinum, og persónuleg gremja komi í stað vandlætingar, Ró er enn erfiðara að skrifa^íen tala um þessi

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.