Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 3
B J A R M I 199 skapar-hneyxlið rekið annað, með ströndum fram á skipunum og i höfuðstaðnum, sum svo vaxin að sómi þjóðarinnar væri í veði, ef er- lend blöð fengju tækifæri til að segja frá þeim. — Gömul saga og ný, því miður, er það að margt verkafólk sem er að koma til eða fara frá ver- stöðum vor og haust, er hrúgað svo sarnan á fólkflutningaskipum að engu tali tekur. Sjóveiki annarsvegar og drykkjuskapur hinsvegar gerir þá lestina og 2. farrými að þeim óþrifn- aðar- og clifnaðarbælum að óþolandi verður öðrum en hálfgerðum skræl- ingjum. Skiljanlegt er það, að stýri- maður á sliku skipi hóti fullum mönn- um í lest að varpa þeim óðar niður aftur, ef þeir komi upp á þilfar, en hvernig liður svo sjóveiku kvenfólki og unglingum niður í slíku fangelsi? Roskin hefðarkona erlend (afdönsk- um ættuin) lenli nýlega innan um slíkan lýð á 2. farrými »íslands« frá Akureyri til Reykjavíkur. Hún var svo gröm og forviða er hún kom til Reykjavíkur, að hún vildi fyrir hvern mun koma aðvörun í íslenzk blöð, aðvörun til allra borgara, að forðast að láta konur sínar eða dætur fara á 2. farrými með skipum, er selja á- fengi með ströndum íslands. Konan mín þýddi megnið af frásögn þessar- ar frúar, og kom sú grein í Vísi 17. september s.l. Lýsingin er svört og verður þó líklega enn svartari er frúin sjálf fer að skrifa ferðasögu sina í erlend blöð. Hún heitir Dr. Anna de Spingler Engelsen og er nú búsett í Sviss. En verði rosknar sjó- veikar konur fyrir ósvífni af drukkn- um mönnum á 2. farrými, eins og frúin segir frá, hvað mun þá í lest- inni? — Óvíst er að drykkjumenn- irnir blygðist sín, þótt Iýsingar af framferði þeirra komist í blöðin, en yfirvöld og skipaeigendur þurfa að taka alvarlega i taumana og láta hætta vínaustrinum. f*að er ekki nóg þótt alt sje fágað og prýtt á 1. far- rými, ef allir aðrir farþegar verða að búa í óþrifnaði og hættu innan um ölvaða menn. Ekki hefir þjóðernisvakningin náð djúpt hjá því fólki sem skríður nærri á fjórum fótum til erlendra eða inn- lendra skipa-vínsala, er nýbúnir voru að hirða alt sumarkaup þess fyrir á- fengi — og biður um »flösku til láns í land«, — og þó munu þess dæmi. Sorglegt er það í meira lagi að úr mörgum stórveizlum Alþingis og em- bættismanna, skuli berast hneyxlis- sögur um fyllirí og jafnvel skrílslegt framferði. Er ein slík veizla nýaf- staðin, svo að segja, og var svo hátt- að að ógerningur er að segja frá henni nánar. Væri vel, ef hægt væri að taka lifandi myndir í slíkum sam- sætum, og sýna svo gestunum þegar runnið er af þeim, hvernig þeir litu út. F*að er ekki ólíklegt að þeir ljetu sjer það að kenningu verða. En haldi slíkt framferði áfram er þjóðarglötun fyrir dyrum. Mjer kemur ekki til hugar að menn verði sannkristnir, og því síður nokkr- ir englar, við það eitt að sneiða hjá áfengi. En hitt er jafnvíst samt, að enginn löstur lamar jafnfljótt allar siðgæðistilBnningar eins og ofdrykkj- an, og því hlýt jeg að segja við alla þessa drykkfeldu menn: »Glötun bú- in yður er, ef i synd þjer flatir liggiða. Jeg veit vel að þið eigið erfitt að losna, sem gamall vani og illur hefir fjötrað við einhverja lesti, og gæti það orðið að liði, er mjer miklu lújf- ar að rjetta yður vinarhönd til stuðn- ings en áfella ýður í opinberu blaði, þótt jeg neyðist tíl að gera það, eins og nú er komið. Hvort sem þjer trú- ið þvi eða ekki, þá ann jeg yður miklu betra hlutskiftis en þess, að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.