Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 5
B J A R M 1 201 trefjast fullkomins heilagleika af oss, jarðneskum mönnum, því að það er oss um megn. Nei, vjer viljum kapp- kosta af fremsta megni að lifa svo siðsömu lifi, sem frekast verður af oss krafist með sanngirni, ög svo að öðru leyti treysta föðurkærleika Guðs«. Petta er sá kristindómur, sem »tíminn« krefst, og slíka kristin- dómsboðun munu tímans börn ætíð láta sjer lynda. Og ef Guðs opinber- uðu hjálpræðisráðstafanir hefðu verið í samræmi við þessa fyrirmynd tím- ans, þá befði Jóhannes áreiðanlega ekki verið hálshöggvinn, nje Guðs Sonur krossfestur. En þá hefðum vjer víst ekki held- ur átt neinn kristindóm. Nei, látum oss slá því föstu, eitt skifti fyrir öll, að það getur aldrei komið til mála, að »tíminn« eigi að gera sínar kröfur til kristindómsins, eða að kristindómurinn beri að laga sig eftir líðandi tírna. Því að hvað yrði þá um binn fasta grundvöll, sem mennirnir gætu fótað sig á, þeg- ar timarnir og alt, sem þeim fylgir, byltast og breytast? Spurningin verður ávalt að vera sú, hvað kristindómurinn heimti af börnum tímans, en ekki hvers þau krefjast af honum. þá á ekki heldur að spyrja um það, hvernig tímans börn vilja láta prjedika, heldur hitt, hvernig Guðs orð, þ, e. hvernig Guðs sjálfur krefst, _að kristindómurinn sje boðaður. Og vjer vituin það vel, að mann- legt hyggjuvit hlýtur að hneykslast og mannlegur vilji að verða mátt- vana gagnvart lifandi kristindómi; en vjer vitum það líka, að í sam- visku mannsins fær sá kristindómur ávalt staðfestingu. Og þegar samvisk- an er orðin snortin af hjálpræðis- opinberun Guðs, þá hættir hyggju- vitið að hneykslast og viljinn að veita mótstöðu, og þá hefir hjartað ekkert að segja, annað en þetta; Guði sjeu þakkir, sem gaf oss bjálpræðið í Kristi Jesú! K. U. Á. Jóh. Kvöldbæn. (Göniul, aðsend). Ó, þú heilaga þrenning, faðir, sonur og heilagur andi, þú guödómlega veru- eining; jeg þin fátæk skepna keni nú fram fyrir þitt heilaga auglit á þessu kvöldi með kvöldoffur mitt, þakkandi þjer fyrst og fremst alla föðurlega dagsins velgjörn- inga, andlcga og líkamlega, mjer veitta. Hver heíir snúið frá mjer grimd djöfuls- ins? Hver hefir verndað mig fyrir voða elds, tjóni vatna, æði villidýra og árásum illra manna; í einu orði allri ógæfu lífs og sálar? — Engiiin nema þú einn, trú- fastur verndari ísraels. Blessað sje dýrðar- fult nafn þ'itt að eilífu fyrir það alt. Drottinn minn, nú er dagur úti, en nótt komin, vertu þá blessaður gestur og velkominn i nótt, kom þú blessaður og bænheyr mig, voldugur og verndaðu mig, heilagur og helgaðu mig, signaður og svæfðu mig. Loka þú dyrum heimilis míns með þínum ótta, svo að engir vondir andar nje veraldarmenn brjótist inn, mjer eða mínum til tjóns. Innmúra þú eign mína, svo engin óheppni nje slysni eyði þvi, sem þú hefir gefið mjer. Ó, Jesús! trúfasti verndari allra læri- sveina þinna, vak þú yfir mjer, loka þú livílu minni með vernd heilagra engla þinna, eins og þú íorðum gjörðir við Tobías og Söru, svo að Asmódemus gat þeim ekki grandað. Breið yfir mig bless- un þína, undir mig elsku þína, legðu hjálparhönd þína að höfði mjer, lokaðu lijarta mínu fyrir illum freistingum, bæg frá mjer ljótum hugsunum og erfiðum draumum, — að jeg megi hvíldar njóta undir vernd og varðveitslu helgrar þrenn- ingar, og endurhrestur líta ljósan dag að morgni, fær til góðra starfa. — Bænheyr það, góður Guð, blessaður að eilífu. Amen.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.