Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 6
202 B J A R M I Afi og amma. Söguþættir eftir Guðrúnu Lárusdóttur. Læknirinn. sagði að veikindi Björns væru mjög alvarleg, og með öllu ó- hugsanlegt að hann yrði fluttur heim til sín. Það var því ekki um annað að gera en að Björn hýrðist í baðstofu- horninu hjá okkur. Mjer flaug margt í hug, öll viður- eign okkar við gamla manninn, síð- asta koma hans á heimili okkar, og mín eigin orð við hann þá: »Það er ekki gott að segja hver verður mest hjáiparþurfi«. Þegar jeg fór að hugsa um alt hugarstríðið, sem Helga hafði átt í höggi við, hans vegna, um kviða hennar og áhyggjur og alla þá gremju, sem hann hafði vakið í huga henn- ar, þá varð mjer það fullkomlega ljóst að hún hlaut að hafa gengið sigrandi af velli í viðureign þeirra, þegar jeg sá hve ant hún ljet sjer um hann á allar lundir. Jeg varð þess fullviss að nú hefði hún unnið stærsta sigurinn. »Sá, sem sigrar skap sitt er meiri en sá, sem vinnur borg- ir«. Jeg sannfærðist um sannleik þeirra orða, þegar jeg virti konu mína fyrir mjer, þar sem hún sat við sjúkrabeð Björns, þess manns, sem jeg hafði sjálfur sjeð skaprauna henni svo mjög. Móðir hefði ekki getað látið betur að barni sínu. Hún vakti yfir hreyfingum hans, hún lagði hlustir að andardrætti hans, hún athugaði drættina á andliti hans rjett eins og hann væri litli drengur- inn hennar. Hún vakti yfir honum á nóttunni. í hvert skifti, sem jeg vaknaði og leit upp milli blunda í rúmi minu, kom jeg auga á hana, þar sem hún sat hjá rúmi Björns. Nátt-týran brá daufri birtu á andlil hennar og sýndi mjer mildan svip, sem bar vott um kærleiksríka umhyggju. Stundum las hún í bók eða hjelt á prjónunum sínum, — og vakti svo og beið eftir nýju tækifæri til þess að rjetta þjáð- um manni hjálparhönd. Stundum vöktum við bæði og rædd- um í hljóði um horfna daga. Þær næturstundir urðu mjer löngum minn- isslæðar, af því að þær festu í minni mínu undra-afl kærleikans. Dagarnir liðu hver öðrum líkir og tilbreytingalitlir. Einn daginn kom sonur Björns, hann var mjög vin- gjarnlegur og virtist þakklátur fyrir föður síns hönd. Hann bauðst til að senda kvenmann Helgu til hjálpar, en Helga afþakkaði boð hans. »Jeg hefi hugsað mjer«, sagði hún »að stunda gamla manninn sjálf, og heimilisstörfin hjerna eru mjer ekkert ofvaxin«. Björn var oftast rænulaus, stöku sinnum leit þó út fyrir að hann vissi eitthvað um sig, þá horfði hann í kring um sig eins og hann væri að leita að einhverju. Við áttum afar- erfitt með að skilja þau fáu orð, sem hann talaði. Helgu var það mikil raun. »Mig langar til að gera hon- um það skiljanlegt, þó hann hvorki sjái mig nje heyri«, sagði hún einu sinni »að jeg hefi gleymt öllu því misjafna, það er alt fyrirgefið. Og mjer er það sjálfri svo mikil hjálp«, bætti hún við, »að mega nú vaka yfir honum, aumingjanum og hlynna eitthvað að honum. Þegar jeg var barn, heyrði jeg fólk segja, að besta ráðið fyrir likhrædda væri að fara inn til liðins manns og snerta við líki hans, þá mundi líkhræðslan hverfa, — og jeg held að besta ráð- ið til að útrýma kala og óvild sje

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.