Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 8
204 B J A R M I Hvaðanæfa. Heima. Hjeraðsfundur Kjalarnesprófasts- dæmis var haldinn í Hafnarfirði 14. p. m. Hófst hann með guðsþjónustu kl. 11 árd. í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur flutti ræðu. Kl. I1/? e. h. Komu fundarmenn, prófasturinn í Görðum, 3 prestar, 6 safn- aðarfulltrúar og nokkrir gestir saman í húsi K. F. U. M. Voru þar kirkjureikn- ingar úrskurðaðir sem lög standa til. Báru þeir með sjer að sumstaðar, eru þó nokkur frjáls tillög til kirknanna. Kirkjan í Keflavík hafði t. d. fengið 634 kr. »í gjöfum og áheitum« og auk þess 118 kr. í samskotabauk sem er í kirkjunni. A eftir reikningunum urðu töluverðar umræður um ýms kirkjuleg mál. 1. Samþykt var að skora á hlutaðeig- andi stjórnarvöld að ieggja Krisuvíkur- kirkju alveg niður. — Paðau hefir ekki komið kirkjureikningur síðan 1909, en hitt þó aðalatriðið, að ekki hefir undan_ farið verið nema einn bær bygður t Krísuvíkursókn, og gamla kirkjuhúsið með klukku, békkjum og prjedikunarstói notað sem ijeleg geymsluskemma, gestum er- lendum sem innlendum ýmist til athlæg- is eða leiðinda, en kristnihaldi alveg- gagnslaust. 2. Ennfremur var samþykt »að hvetja söfnuði prófastsdæmisins til þess að vinna meira en hingað til að kristindóms- málum innan safnaðanna, sjerstaklega meðal æskulýðsins«. Tillaga þessi kom frá safnaðarlulltrúa dómkirkjusafnaðarins, Kn. Ziemsen borgarstjóra, brýndi hann jafnframt fyrir fundarmönnum að fram- fylgja sjálflr rækilega þessari samþykt, og bauðst til að veita upplýsingar hverjum þeim er vildi starfa að barnaguðsþjón- ustum. Safnaðarfulltrúarnir sumir ijetu þess sjerstaklega getið hvað þeim væri kært að prestar þeirra væru íhaldssamir í trúmálum en »hringluðu ekki eitt í dag og annað á morgun«, eftir vindstöðunni þann og þann daginn. Kvenfjelag Hafnarfjarðar bauð fundar- mönnum og aðkomnum gestum til kaffi- veislu um nónbilið. Til sóknarnefnda. Spurt er: Hvað á innheimtumaður sóknargjalda að gjöra, þegar einhverjir gjaldendur skorast undan þeim gjöldum og segjast greiða gjöld sín til háskólans? — Ritstjórinn svarar, eftir bestu heimildum: »Hann á að lieimta að viðkomandi sýni kvittun frá háskólaritara að gjaldið sje greitt, sama upphœð og við- komanda hefði annars verið ætlað að greiða heima fyrir. Geti gjaldandi ekki sýnt þá kvittun, getur sóknarnefnd heimt- að lögtak hjá honum. Þar sem niður- jöfnunargjald bætist við nefskattinn, er sjálfsagt að sóknarnefnd tilkynni »háskóla- gjaldendum« hvaða upphæð þeim sje ætlað að greiða, svo að þeir viti nógu snemma hvað þeir eigi að senda mikið til háskólans. Komuir heim eru þeir : dr. Jón He.lgason biskup, frá biskupafundinum i Noregi, og síra Jóhann Porkelsson, fyrv. dómkirkjuprestur, eftir ársdvöl hjá börn- um sínum í Danmörku. Síra Fr. Friðriks- son, sem dvalið hefir sumarlangt ytra, kom til Austfjarða 20. sept., mun flytja þar nokkur erindi og koma svo til R.vikur. Um Laufás sækja : Síra Ásmundur Gíslason, prófastur á Hálsi, og síra Porv. Pormar í Hofteigi. — Umsóknarfrestur um Akureyrar-brauðið er ekki úti, en heyrst hefir að þangað mundu sækja: Síra Fr. Rafnar á Útskálum, sira Sveinbj. Högna- son á Breiðabólsst. og síraGunnaríSaurbæ. — Ýmsir Akureyringar skoruðu á síra Porstein Briem að sækja, en hann færðist undan, enda báðu söfnuðir hans hann að fara hvergi. Færeyjar og tsland. Hjer eftir á íslands-deild Hjálpræðishersins að sjá um Her-starfið á Færeyjum, sem jafnframt er úr sambandi við Danmörku. Höfuð- stöðvarnar i Lundúnum hafa skipað svo fyrir. — Mun það vera í fyrsla sinn, sem trúmálastarfi á tslandi er beinlínis: falið að annast starf í öðru landi. Afhent Bjarma: N. N. 3 kr. til Hallgrímskirkju og »KIaufi« 100 kr. til Elliheimilisins. Útgefandi: Slgurbjörn Á. Gíslason. Prentsmiðjnn Gutenberg,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.