Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.10.1927, Blaðsíða 2
206 B J A R M I ef jeg hjeldi áfram að telja upp minn- ingamar, sem Skagafjörður vakti. — Eyjar, fjöll, ásar og heiðir, ár og lækir, alt voru það góðkunningjar. Það eitt sá jeg nýtt að gamlir skafl- ar í Hólabirðu mynduðu stóran kross í miðri íjallshlíð beint fyrir ofan Hóla að sjá úr fjarðarmynninu. — Mjer þótti »merkið« gott og óskaði að krossinn viki aldrei frá hinu forna biskupssetri Norðlendinga. Á Sauðárkrók skildum við við Brúarfoss og dvöldum 3 daga »á Króknum«. Er þar um 660 manns (100 betur en á Palreksfirði). En á sumrin eru margir að heiman, ýmist »út í Siglufirði« eða »frain í sveit«. Par er kiistilegt fjelag ungra manna, sem hefir bibliu-lestra-fundi að stað- aldri á veturna, flestir voru fjelags- menn fjarverandi, en eitt kvöldið gátu þó forgörigumennirnir, sra Hálf- dán prófastur Guðjónsson og skóla- stjóri Jón Björnsson, náð saman 9 ijelagsmönnum til viðtals við mig. I Þótti mjer ánægjulegt að hitta þá, þótt tíminn væri ofstuttur til mikill- ar viðkynningar. Par sá jeg í fyrsta sinn aðalhvatamann að þessari fje- lagsstofnun, S eingrím Benediktsson, sem jeg hafði skrifast á við um trú- mál árum saman. — Jeg hvatti fje- lagsmenn til að starfa út á við og þá sjerstaklega með því að stofna sunnudagaskóla. Reynslan er alstað- ar sú, að trúaráhugi ungra manna þroskast bezt við einhver andleg störf öðrum til heilla. Sama kvöldið hjelt konan mín kvenna-fund, og væri vel að það gæti orðið fyrsti vísi að því, að K. F. U. K. kæmist á fót á Sauðárkrók. — Kvöldið eftir töluðum við bæði á fjölmennri sam- komu í kirkjunni. Annars fór æði- mikið af tímanum þessa daga í heim- boð; gamlir og nýir kunningjar voru nærri í öðru hvoru húsi, og ekki hægt að koma til nærri allra þeirra þessa þrjá daga. Eins og lesendurnir kunna ef til vill að muna, skrifaði »bóndi í Skaga- íirði«, ádeilugrein í Bjarma 1. febr. s. 1. er hann nefndi »Gömul guðfræði og ný«, og í vor skrifaði sami mað- ur mjer harla þungort brjef út af pjesa sra Gunnars í Saurbæ. »Jeg var að hugsa um skrifa gegn honum í blöð- íd«, sagði hann, »en hætti við það, því að jeg yrði líklega svo þuDgorð- ur að málssókn gæti af því risið«. Nú lá þessi bóndi, Eiríkur Guð- mundsson frændi minn frá Vallholti al varlega veikur í sjúkrahúsinu á Sauðárkrók, en óbreytlur var áhugi hans og gremja yfir trúarhringli. — Jeg var að búast við að hann yrði mjer samskipa suður, en þegar jeg kom til Sauðárkróks á heimleið aftur, frjetti ]eg að hann væri nýlega andaður. Vel hafði hann búist við dauða sínum og ráöstafað öllum eig- um sínum áður en haDn dó. En mikill var þar harmur kveðinn að aldraðri móður hans, og sárt að geta ekki einu sinni tekið í hönd hennar til samúðar. Margt heyrði jeg af kirkjumálum Skagfirðinga bæði þessa daga og sið- ar. Eru kirkjur þar harla misjafnt sóttar og ýmislegt fleira öðruvísi en æskilegt væri; en Ijúfast væri mjer að skrifa langt mál um Ábæjarkirkju ef rúm Ieyfði. Sóknin er ekki nema 3—4 bæir, minnir mig, en þó endur- reistu þeir kirkju sína með mikilli rausn og fórnfýsi fyrir fám árum. Björn Hafliðason, bóndi í Saur- bæ í Kolbeinsdal, sólti okkur á 4 hestum gráum til Sauðárkróks og lánaði okkur þá í 4 daga meðan við vorum að »húsvitja« á æskustöðvum mínum. Sra Guðbrandur í Viðvík hafði sýnt mjer þá vinsemd að boða messu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.